Loftlagsmótmæli við G7 leiðtogafundinn Árni Sæberg skrifar 12. júní 2021 13:06 Loftlagsaðgerðarsinnar í kröfugöngu í St. Ives. William Dax/Getty Umhverfisverndarsamtökin Extinction rebellion blésu í gær til fjölmennra mótmæla í Cornwall þar sem leiðtogafundur G7 ríkjanna fer fram um helgina. Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi. Loftslagsmál Bretland England Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Hundruðir mótmælenda tóku þátt í kröfugöngu í sjávarþorpinu St. Ives í Cornwall í gær. Tilgangur kröfugöngunnar var að vekja athygli leiðtoga sjö öflugustu iðnríkja heims á loftlagsváni. Skipuleggjendur mótmælanna, Extinction Rebellion, skilgreina sig sem samtök um friðsæla borgaralega óhlýðni. Yfirskrift mótmælanna var „Hringið bjöllunum!“ en forsprakkar þeirra hvöttu mótmælendur til að hafa eins mikil læti og þeir mögulega gátu. Mótmælendur beittu meðal annars trommum og lúðrum til að hafa hávaða. Skýr skilaboð til heimsleiðtoga „Þetta þarf að segja hátt og skýrt. Við erum að hringja viðvörunarbjöllum af því við sjáum fram á stórslys, vistfræðilegt- og veðurfarslegt hrun," sagði Melissa Carrington, talsmaður Extinction Rebellion, í samtali við Deutsche Welle. „G7 leiðtogarnir verða að vita að óljós loforð duga ekki til. Við þurfum stefnumörkun, við þurfum áætlanir, við þurfum lagasetningu og við þurfum tafarlausar og brýnar aðgerðir,“ bætti hún við. Kröfugöngunni lauk við hlið hótelsins hvar leiðtogarnir halda til meðan á fundinum stendur. Hópur aðgerðarsinna kom þá skilaboðum, frá íbúum landa sem loftslagsbreytingar hafa haft slæm áhrif á, til leiðtoganna. Mikill viðbúnaður lögreglu Lögreglan í Cornwall og Devon hefur aldrei tekist á við verkefni af sömu stærðargráðu og leiðtogafundurinn. Í tilefni fundarins voru um 6.500 lögreglumenn fluttir til Cornwall víðs vegar að af Bretlandi. Alison Hernandez, lögreglustjóri í Cornwall og umhverfi, segir lögregluna búna undir ofbeldisfull mótmæli. „Við erum með óeirðalögreglumenn á hliðarlínunum ef ske kynni að komi til óeirða. Við vonum að ekki komi til þess,“ segir hún við DW. Búist er við fjölmörgum mótmælum í tengslum við leiðtogafundinn og hefur lögreglan komið upp fjórum sérstökum mótmælasvæðum. Þegar hafa ein samtök aðgerðasinna tilkynnt að þau muni virða tilmæli lögreglu, um staðsetningu mótmæla, að vettugi.
Loftslagsmál Bretland England Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira