Lækna-Tómas hrósar viðbragðsaðilum á Parken Árni Sæberg skrifar 13. júní 2021 12:53 Tómas Guðbjartsson segir hárrétt hafa verið brugðist við þegar Christian Eriksen hné niður. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, segir að fagmannlega hafi verið staðið að fyrstu hjálp þegar Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hné niður í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á Parken í gær. Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna. EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Tómas segir snör viðbrögð skipta höfuðmáli þegar atvik á borð við það sem gerðist í gær gerast. Miðað við það sem hann sá í fréttamiðlum í gær virðist hárrétt hafa verið brugðist við. „Við vitum það að við líkamshita þá þolir heilinn ekki nema 4 mínútur í hjartastoppi áður en það verða óafturkræfar breytingar á heilafrumum, það skiptir gríðarlegu máli að koma hjartanu í gang,“ segir Tómas í viðtali við fréttastofu. Aðspurður segir Tómas erfitt að segja til um hvað olli því að Eriksen hné niður í gær. Þó nefnir hann sjúkdóminn hjartavöðvakvilla sem mögulega orsök. Hjartavöðvakvilli veldur þykknun í hjartavöðvum og hjartsláttartruflunum. Sjúkdómurinn hefur verið í umræðunni undanfarið, sér í lagi í tengslum við íþróttafólk. Ítalir hafa til að mynda sett reglur um að allir atvinnuíþróttamenn undirgangist hjartarannsóknir árlega. Reglurnar voru settar eftir að 39 íþróttamenn létust úr skyndilegu hjartastoppi árið 2019 á ítalíu. Tómas segir hjartavöðvakvilla geta valdið óreglulegum slætti hjartans, sem getur valdið því að hjartað hætti að dæla blóði til heilans og annarra líffæra. Afleiðing þess er að ,,það slökkni hreinlega á manni,“ samkvæmt Tómasi. Tómas segir Christian Eriksen heppinn að hafa komist til meðvitundar eftir góð viðbrögð lækna og sjúkraliða á vellinum í gær. Ef sjúklingar komast ekki til meðvitundar fljótt eftir hjartastopp er svokallaðri kælimeðferð beitt. Þá er líkamshiti þeirra lækkaður viljandi til að hægja á efnaskiptum heilans. Með því er hægt að bjarga heilastarfsemi sjúklinganna.
EM 2020 í fótbolta Heilbrigðismál Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira