Schmeichel og Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið: Braithwaite brotnaði niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júní 2021 09:00 Kasper Schmeichel ræðir við blaðamenn í morgun. AP/Liselotte Sabroe Danskir landsliðsmenn hittu fjölmiðlamenn í morgun og ræddu þá um það sem kom fyrir liðsfélaga þeirra Christian Eriksen á laugardaginn og hvernig gærdagurinn var. Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper. EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Leikmennirnir sem hittu blaðamenn voru þeir Kasper Schmeichel, Pierre-Emile Höjbjerg og Martin Braithwaite. Martin Braithwaite átti mjög erfitt með sig þegar hann var spurður út í Christian Eriksen og brotnaði eiginlega niður.„Þetta var skelfileg upplifun. Christian líður samt betur og það þýðir lika að mér líður betur,“ sagði Martin Braithwaite sem grét fyrir framan blaðamenn. „Það var mjög mikilvægt fyrir mig að tala við Christian á Facetime. Ég var með margar myndir í hausnum en ég óskaði ekki eftir. Við munum reyna að fara út á æfingu og náum þá kannski að dreifa huganum,“ sagði Braithwaite. Kasper Schmeichel og Simon Kjær heimsóttu Eriksen á sjúkrahúsið en Kasper sagði frá því.„Það er hryllilegt að upplifa það að horfa vin sinn liggja í jörðinni og vera að berjast fyrir lífi sínu. Hann er samt meðal okkar og ég er þakklátur öllum þeim sem hjálpuðu honum. Þetta var kraftaverk,“ sagði Kasper Schmeichel. „Það erfiðasta var að hugsa út í hvað gæti gerst og að konan hans og börnin hans væru að horfa upp á þetta. Þetta hefur haft mikil áhrif á allan heiminn og það hjálpar okkur að fá stuðning alls staðar að úr heiminum,“ sagði Kasper. Kasper sagði líka frá heimsókn sinni til Eriksen á sjúkrahúsið. „Það var gott að sjá hann. Að sjá hann brosa, grínast og vera þarna sem hann sjálfur. Það hjálpaði mér mikið að sjá hann. Við tölum um allt og ekkert,“ sagði Kasper og brosti breitt þegar hann talaði um heimsóknina. Kasper talaði líka vel um fyrirliðann Simon Kjær sem hefur fengið mikið hrós fyrir sína framgöngu þegar Eriksen hneig niður. Hann var fyrstur til að hjálpa Eriksen og hughreysti síðan konu hans þegar hún kom niður á völlinn. „Ég er stoltur að kalla hann vin minn. Hann er tilfinningamaður og það fengum við að sjá. Hann og Christian eru mjög góðir vinir og þetta tók því auðvitað mikið á hann,“ sagði Kasper.„Við munum gera allt sem við getum á móti Belgum. Við gerum það fyrir Christian og alla sem upplifðu þetta,“ sagði Kasper.
EM 2020 í fótbolta Danmörk Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira