Ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi Ingibjörg Isaksen skrifar 15. júní 2021 16:01 Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Akureyri Fréttir af flugi Samgöngur Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkurinn Akureyrarflugvöllur Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Skóflustungan sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tók fyrir nýrri flugstöð á Akureyri í dag markar tímamót í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Framsókn hefur lengi talað fyrir því að fjölga fluggáttum inn í landið og styðja þannig enn frekar við ferðaþjónustu um allt land. Ný flugstöð og nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli er mikilvægt skref í þá átt. Undir forystu formanns Framsóknar, Sigurðar Inga, hafa verið stigin stór skref í flugmálum á kjörtímabilinu sem brátt líður að lokum. Hann lagði fram fyrstu flugstefnu Íslands sem samþykkt var á þingi. Þá er Loftbrúin komin á gott flug en í september verður ár liðið frá því Sigurður Ingi hleypti af stað því merkilega verkefni sem veitir þeim íbúum sem búa fjærst höfuðborgarsvæðinu 40% afslátt af flugfargjöldum til borgarinnar. Sú aðgerð er mikilvæg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en kemur líka til með að styðja vel við almenningssamgöngur í lofti og styrkja ferðaþjónustuna í kringum landið. Eitt af markmiðunum sem hafa verið ofarlega á baugi í ferðaþjónustu hefur verið að dreifa ferðamönnum um landið. Bæði er það til þess að jafna álag á innviði á landinu en þó ekki síður til þess að styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu hringinn í kringum landið. Við sem búum á Norðurausturlandi búum að því að eiga á svæðinu náttúruperlur sem eru þekktar um allan heim. Sá kraftur sem settur hefur verið í uppbyggingu á Akureyrarflugvelli í ráðherratíð Sigurðar Inga, með uppsetningu ILS-búnaðar og annarra tækninýjunga sem bylta aðstæðum flugvéla til lendinga og nú síðast nýrri flugstöð og flughlaði, býr til sterkan grundvöll fyrir aukna tíðni millilandaflugs til Akureyrar. Það styrkir ekki aðeins Akureyri sjálfa heldur allt Norður- og Austurland. Það má því með sanni segja að það sé hafin ný framsókn fyrir ferðaþjónustu á Norðausturlandi, framsókn sem kemur til með að skapa atvinnu og skapa tækifæri til að efla byggð á svæðinu. Öflugir flugvellir á Akureyri og Egilsstöðum eru hluti af öflugri sókn, framsókn fyrir landið allt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri og oddviti Framsóknar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningum 2021.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun