Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2021 17:00 Marcus Berg var nálægt því að skora fyrir Svía í gær en hitti boltann illa á ögurstundu. EPA/Pierre Philippe Marcou Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Berg fékk algjört dauðafæri til að skora fyrir Svía í seinni hálfleik, eftir undirbúning Alexanders Isak, en hitti boltann illa og skaut framhjá. Liðin enduðu á að gera markalaust jafntefli. Eftir leik rigndi ljótum skilaboðum yfir Berg á Instagram og kona hans, Josefine, sagði sum skilaboðanna jafnvel hafa beinst að börnum þeirra hjóna. Öryggisstjóri sænska knattspyrnusambandsins, Martin Fredman, segir alveg ljóst að mörg skilaboðanna teljist glæpsamleg. Marcus tjáði sig í fyrsta skipti um málið á blaðamannafundi í dag: „Ég slökkti auðvitað á samfélagsmiðlunum mínum. Því miður þá veit maður að það getur komið smá skítkast vegna klúðraðs færis eða einhvers sem gerist í leik. Ég hef þess vegna útilokað mig frá þessu eins langt og það nær. Ég hef talað við konuna mína en nei, nú er bara að reyna að loka á þetta eins og hægt er. Ég er knattspyrnumaður og nýtti ekki færi, sem er ótrúlega leiðinlegt því við hefðum getað komist í góða stöðu. Á sama tíma hef ég klúðrað færi áður og það koma fleiri færi. Þess vegna þarf maður að reyna að hætta að hugsa um þetta og halda áfram Það sem gerðist á samfélagsmiðlum er mjög sorglegt en ég reyni að leiða það hjá mér. Það hefur verið gerð skýrsla og við sjáum til hvað hún leiðir af sér. En auðvitað er þetta ekki boðlegt. Ég vil ekki að nokkur manneskja þurfi að þola svona mikið skítkast. Fyrst og fremst vegna þess að börn og unglingar sjá þetta og lesa og geta orðið fyrir áhrifum af þessu. Ég tel það hafa verið rétt að gera strax skýrslu um þetta,“ sagði Berg sem kvaðst einnig þakklátur fyrir fjölda stuðningsskilaboða sem hann hefur fengið. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Tengdar fréttir Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01 Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Sjáðu dauðafæri Berg fyrir nánast opnu marki Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli á EM 2020 í kvöld en það vantaði ekki færin í leikinn. 14. júní 2021 22:01
Fyrsta markalausa jafnteflið kom í Andalúsíu Spánn og Svíþjóð gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í E-riðlinum á Evrópumótinu í knattspyrnu en þetta var fyrsta markalausa jafnteflið á mótinu í ár. 14. júní 2021 20:57