„Ég er með eina spurningu beint úr Breiðholtinu. Óli, getur þú útskýrt hvað kanallinn er?“ spurði Freyr og benti á að fjöldi fólks viti ekkert hvað hann er að tala um.
„Ég veit ekkert hvað þú ert að tala um,“ muldraði Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur, sem var með þeim í settinu að þessu sinni.
„Þú ert líka skemmtikraftur, við fáum borgað fyrir að vera leiðinlegir – að öllu jöfnu,“ svaraði Ólafur um hæl áður en Freyr bað hann um að teikna upp „kanallinn“ þar sem það yrði „besta sjónvarp í heimi.“
Hér að neðan má sjá þetta samtal sem og þegar Ólafur nýtir teikniborðið til að sýna fólki hvað „kanallinn“ er.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.