Bjargráður verður græddur í Eriksen Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 10:08 Samherjar Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann. Stuart Franklin/Pool via AP Christian Eriksen, danski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu sem fékk hjartastopp í leik Dana og Finna á Evrópumótinu síðustu helgi, mun fara í aðgerð og fá græddan í sig svokallaðan bjargráð. Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen. Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Bjargráður er tæki sem grípur inn í starfsemi hjartans með rafstuði ef hjartsláttur fer úr skorðum. Eriksen hefur dvalið á spítalanum Rigshospitalet í Kaupmannahöfn síðan á laugardag og gengist undir fjölda hjartarannsókna. Það var mat lækna á spítalanum að Eriksen þyrfti að fá græddan í sig bjargráð. Endurlífga þurfti Eriksen eftir að hann hneig niður á vellinum síðasta laugardag. Einn læknanna sem sá um að endurlífgunina segir að Eriksen hafi komist aftur til meðvitundar eftir um hálfa mínútu og gat þá talað við læknana. „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“ „Það var áhrifamikið augnablik því almennt eru líkurnar á vel heppnaðri endurlífgun ekki svo miklar,“ sagði læknirinn Jens Kleinfeld. Hann segist hafa spurt Eriksen hvort hann væri „kominn til baka til okkar“ þegar hann opnaði augun og Eriksen hafi þá svarað: „Já, ég her hérna með ykkur“ og síðan sagt: „Andskotinn hafi það, ég er ekki nema 29 ára gamall“. „Þá vissi ég að hann hafði ekki orðið fyrir neinum heilaskemmdum og að það væri allt í lagi með hann,“ segir læknirinn. Næsti leikur Dana á Evrópumótinu er við Belga og fer fram klukkan 16 í dag. Danir töpuðu leiknum við Finna en stjórnendur mótsins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að hafa ekki frestað leiknum eftir atvikið lengur en gert var. Hann var kláraður um laugardagskvöldið eftir að ljóst var orðið að í lagi væri með Eriksen.
Fótbolti Hjartastopp hjá Christian Eriksen EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18 England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30 Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Leikur Danmerkur og Finnlands kláraður í kvöld Leikur Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn var frestað eftir að Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks. Leikurinn verður kláraður í kvöld. Hefst hann að nýju klukkan 18.30. 12. júní 2021 18:18
England frestar blaðamannafundi sínum Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag. 12. júní 2021 18:30