„Sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júní 2021 16:01 Alexander Isak var valinn maður leiksins í kvöld. UEFA via Getty Images/Gonzalo Arroyo Alexander Isak, framherji sænska landsliðsins, var valinn maður leiksins eftir 1-0 sigur liðsins á Slóvakíu í E-riðli Evrópumótins í dag. Sérfræðingar Stöðvar 2 Sport usu lofi yfir unga framherjann eftir leik. „Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
„Stórkostleg frammistaða hjá Isak og greinilegt að Svíarnir eru í ágætis málum fram á við með hann þarna fyrir restina af mótinu.“ sagði Arnar Sveinn Geirsson um Isak eftir leik. Isak ógnaði ítrekað með hraða sínum, tækni og styrk þar sem hann skapaði flest allt jákvætt fram á við hjá þeim sænsku í leiknum. „Frábært fyrir hann að eiga svona frammistöðu. Munurinn sem ég sé helst í þessu hjá Slóvökunum í seinni hálfleik er að ákefðin virðist detta aðeins niður hjá þeim. Þeir höfðu til dæmis virkilega góðar gætur á Lewandowski allan leikinn á móti Póllandi. Í seinni hálfleik, sér maður í þessum klippum, að hann fær að snúa með hann rétt fyrir utan teig sem að Lewandowski hafði aldrei tækifæri á að gera. Þannig nær hann meðal annars að búa til dauðafæri og vítið líka.“ bætti Arnar Sveinn við. Certified baller Alexander Isak = Star of the Match after another majestic display Did you predict that? @Heineken | #EUROSOTM | #EURO2020 pic.twitter.com/TtB2ash5fH— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 18, 2021 Ósanngjarnt að bera hann saman við Zlatan Isak fetar í stór fótspor í sænska liðinu en goðsögnin Zlatan Ibrahimovic missir af mótinu vegna meiðsla. Ólafur Kristjánsson segir þó ósanngjarnt, líkt og Zlatan hefur sagt sjálfur, að bera þá tvo saman. „Þessi umræða um að Zlatan sé ekki með og allt það, það væri kannski ekki rétt að setja á drenginn það að þurfa að fylla í hans skó en það sýnir okkur takta sem eru Zlatanskir, við sjáum þessi gæði. Zlatan sjálfur hefur talað um það, þó hann tali um sjálfan sig í þriðju persónu, að það sé ekki rétt að setja það á herðar þessa pilts að líkja honum við Zlatan.“ segir Ólafur. Svíar eru með fjögur stig og markatöluna 1-0 eftir fyrstu tvo leiki sína á mótinu, sá fyrri var 0-0 jafntefli við Spánverja í fyrstu umferðinni. Liðið er langt komið með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitunum en eftir sigur dagsins er þriðja sæti riðilsins að minnsta kosti tryggt. Spánn og Pólland mætast í E-riðlinum klukkan 19:00 annað kvöld en síðasta umferðin fer fram 23. júní. Þar mæta Svíar þeim pólsku í lokaleik sínum í riðlinum. Helstu spretti Isaks og umræðuna um hann má sjá í spilaranum að neðan. Klippa: EM í dag - Umræða um Alexander Isak
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Sjá meira
Forsberg tryggði Svíum sigur og mögulegan farseðil í 16-liða úrslit Emil Forsberg skoraði sigurmark Svíþjóðar gegn Slóvakíu í E-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Lokatölur 1-0 og Svíar svo gott sem komnir áfram í 16-liða úrslit. Markið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. 18. júní 2021 15:00