Eldur og brennisteinn skiptir um kúrs: Mætti heim til Snæbjörns og ætlaði að berja hann Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2021 16:43 Eldur og brennisteinn er nú einnig orðið söguhlaðvarp. Hlaðvarpsþátturinn Eldur og brennisteinn fjallar um málefni líðandi stundar og hefur notið töluverðra vinsælda hér á Vísi undanfarin misseri. Nú hafa gestgjafarnir Snæbjörn Brynjarsson og Heiðar Sumarliðason slegið nýjan tón og dembt sér út í söguhlaðvarpsleikinn. „Ég var að hlusta á Draumaliðið, hlaðvarp Jóhanns Skúla, og tók eftir því að hann breytti um kúrs, hætti að tala við fótboltamenn og fór að taka fyrir fótboltaárið í heild sinni og byrjaði á 1993. Hann hefur aðeins verið að taka menningu hvers árs fyrir sig, sem mér þótti alveg jafn áhugavert og fótboltinn. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að heyra þannig þátt og var farinn að finna til eilítillar þreytu gagnvart því að fjalla um eldfim þjóðfélagsmál,“ segir Heiðar um tilurð umskiptanna. „Snæbjörn hefur einnig verið með hlaðvarpsþáttinn Saga Japans á Kjarnanum og er mikill sögugrúskari, því þurfti ekki mikið til að sannfæra hann um breyta um kúrs.“ Þeir kalla þennan afleggjara Eldur og brennisteinn: Í skugga sögunnar. „Mér finnst þetta nafn við hæfi, enda var Vera Illugadóttir fyrsti gesturinn sem við fengum í þáttinn og við erum báðir miklir aðdáendur þáttanna hennar.“ Timarit.is gullkista Strákarnir taka fyrir eitt ár í einu og í stað þess að gera það í hefðbundinni töluröð láta þeir forrit á netinu draga út hvaða ár þeir taka fyrir hverju sinni. „Við erum að setja okkar eilítið þröngar skorður, við ætlum ekki aftur fyrir árið 1970, og ekki mikið inn í 10. áratuginn heldur. Ég held ég hafi látið forritið draga tölu á bilinu 1970-1994 og 1971 var það sem kom upp úr pottinum.“ Heiðar segir Timarit.is vera aðal, og í raun eina, vinnutólið. „Það er frábært að búið sé að birta öll þessi dagblöð og tímarit á vefnum. Það væri ekki hægt að gera svona þátt annars, nema með því að vera á Þjóðarbókhlöðunni og í einhverju grúski. Við höfum náttúrulega ekki endalausan tíma, enda að sinna vinnu og börnum, þannig að þetta er eilítið happa-glappa hverju við lendum á. Það er hins vegar ávallt af nægu að taka og hellingur af gleymdum atvikum sem vert er að rifja upp.“ Enn að fást við sömu málin í dag Þeir eru þó ekki aðeins að gera þetta til dægrastyttingar, heldur vilja þeir tengja það sem þeir finna við nútímann. „Það er t.d. áhugavert að árið 1971 vorum við að fást við marga af þeim sömu hlutum og við erum enn að fást við 50 árum síðar. Hjúkrunarfræðingar voru ósáttir við laun sín, Staksteinar Morgunblaðsins skutu í allar áttar, samskipti kynjanna voru í brennidepli og miðaldra karlar voru íhaldssamir. Það sem maður saknar helst eru kommentakerfin, en dagblaðið Vísir var þó duglegt að kanna hug þjóðarinnar til ýmissa málefna og spurning dagsins í sama blaði gaf vísbendingu um hvernig skoðanir fólks voru misjafnar eftir aldri, stöðu og kyni. Það var þessi harði „gamli skóli“ meðal karlmanna, sem mönnum er tíðrætt um nú til dags sem var áberandi hjá svarendum. Sem sagt voðalega mikið íhald og ósérhlífni gagnvart náunganum.“ Eitt af því sem Heiðar rakst á sem hann hafði ekki heyrt af voru hinir svokölluðu Ástralíufarar. „Það var sem sagt töluvert af fólki sem hélt til Ástralíu í leit að betra lífi í lok sjöunda áratugarins. Hins vegar kom á daginn að lífið í Ástralíu var allt annað en dans á rósum, margir komu til baka og þurfti m.a. þjóðarsöfnun til að bjarga einstæðri móður og börnunum hennar þremur úr vistinni. Það hlakkaði í staksteinaritara Morgunblaðsins, sem notaði þetta sem tækifæri til að blása upp afrek Sjálfsstæðisflokksstjórnarinnar sem þá var við lýði, Ísland best í heimi og allt það.“ Maður ætlaði að berja Snæbjörn Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hefðbundnir Elds og brennisteinsþættir muni birtast í sumar, en það er ekki tekið út með sældinni að fjalla um eldfim mál. „Þetta er búið að vera svolítið þungt í kjölfarið á nýrri #metoo-bylgju, við tókum fyrir töluvert af ofbeldismálum. Það leggst á sálina á manni að vera að velta sér upp úr öllu því ofbeldi sem viðgengst í samfélaginu, maður hálfpartinn brennur út. Svo er það þannig þegar maður veður í eldfim mál, þá er alltaf eitthvað fólk sem er tilbúið að vaða í þig ef það er ekki sammála þér. T.d. ætlaði einhver náungi að koma heim til Snæbjörns og berja hann um daginn, en var sem betur fer með rangt heimilisfang. Við vitum hins vegar að hann mætti á staðinn því vinur Snæbjörns býr í götunni sem maðurinn taldi hann eiga heima í. Manni stendur ekkert á sama þegar svona á sér stað. Við sjáum því bara til hvort við hendum í hefðbundinn þátt, það fer bara eftir því hvernig við erum stemmdir hverju sinni.“ Hér að neðan er hægt að hlýða á Heiðar og Snæbjörn taka fyrir árið 1971. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Eldi og brennisteini á helstu hlaðvarpsveitum og hlusta á X977-appinu. Eldur og brennisteinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
„Ég var að hlusta á Draumaliðið, hlaðvarp Jóhanns Skúla, og tók eftir því að hann breytti um kúrs, hætti að tala við fótboltamenn og fór að taka fyrir fótboltaárið í heild sinni og byrjaði á 1993. Hann hefur aðeins verið að taka menningu hvers árs fyrir sig, sem mér þótti alveg jafn áhugavert og fótboltinn. Ég hugsaði með mér að mig langaði til að heyra þannig þátt og var farinn að finna til eilítillar þreytu gagnvart því að fjalla um eldfim þjóðfélagsmál,“ segir Heiðar um tilurð umskiptanna. „Snæbjörn hefur einnig verið með hlaðvarpsþáttinn Saga Japans á Kjarnanum og er mikill sögugrúskari, því þurfti ekki mikið til að sannfæra hann um breyta um kúrs.“ Þeir kalla þennan afleggjara Eldur og brennisteinn: Í skugga sögunnar. „Mér finnst þetta nafn við hæfi, enda var Vera Illugadóttir fyrsti gesturinn sem við fengum í þáttinn og við erum báðir miklir aðdáendur þáttanna hennar.“ Timarit.is gullkista Strákarnir taka fyrir eitt ár í einu og í stað þess að gera það í hefðbundinni töluröð láta þeir forrit á netinu draga út hvaða ár þeir taka fyrir hverju sinni. „Við erum að setja okkar eilítið þröngar skorður, við ætlum ekki aftur fyrir árið 1970, og ekki mikið inn í 10. áratuginn heldur. Ég held ég hafi látið forritið draga tölu á bilinu 1970-1994 og 1971 var það sem kom upp úr pottinum.“ Heiðar segir Timarit.is vera aðal, og í raun eina, vinnutólið. „Það er frábært að búið sé að birta öll þessi dagblöð og tímarit á vefnum. Það væri ekki hægt að gera svona þátt annars, nema með því að vera á Þjóðarbókhlöðunni og í einhverju grúski. Við höfum náttúrulega ekki endalausan tíma, enda að sinna vinnu og börnum, þannig að þetta er eilítið happa-glappa hverju við lendum á. Það er hins vegar ávallt af nægu að taka og hellingur af gleymdum atvikum sem vert er að rifja upp.“ Enn að fást við sömu málin í dag Þeir eru þó ekki aðeins að gera þetta til dægrastyttingar, heldur vilja þeir tengja það sem þeir finna við nútímann. „Það er t.d. áhugavert að árið 1971 vorum við að fást við marga af þeim sömu hlutum og við erum enn að fást við 50 árum síðar. Hjúkrunarfræðingar voru ósáttir við laun sín, Staksteinar Morgunblaðsins skutu í allar áttar, samskipti kynjanna voru í brennidepli og miðaldra karlar voru íhaldssamir. Það sem maður saknar helst eru kommentakerfin, en dagblaðið Vísir var þó duglegt að kanna hug þjóðarinnar til ýmissa málefna og spurning dagsins í sama blaði gaf vísbendingu um hvernig skoðanir fólks voru misjafnar eftir aldri, stöðu og kyni. Það var þessi harði „gamli skóli“ meðal karlmanna, sem mönnum er tíðrætt um nú til dags sem var áberandi hjá svarendum. Sem sagt voðalega mikið íhald og ósérhlífni gagnvart náunganum.“ Eitt af því sem Heiðar rakst á sem hann hafði ekki heyrt af voru hinir svokölluðu Ástralíufarar. „Það var sem sagt töluvert af fólki sem hélt til Ástralíu í leit að betra lífi í lok sjöunda áratugarins. Hins vegar kom á daginn að lífið í Ástralíu var allt annað en dans á rósum, margir komu til baka og þurfti m.a. þjóðarsöfnun til að bjarga einstæðri móður og börnunum hennar þremur úr vistinni. Það hlakkaði í staksteinaritara Morgunblaðsins, sem notaði þetta sem tækifæri til að blása upp afrek Sjálfsstæðisflokksstjórnarinnar sem þá var við lýði, Ísland best í heimi og allt það.“ Maður ætlaði að berja Snæbjörn Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hefðbundnir Elds og brennisteinsþættir muni birtast í sumar, en það er ekki tekið út með sældinni að fjalla um eldfim mál. „Þetta er búið að vera svolítið þungt í kjölfarið á nýrri #metoo-bylgju, við tókum fyrir töluvert af ofbeldismálum. Það leggst á sálina á manni að vera að velta sér upp úr öllu því ofbeldi sem viðgengst í samfélaginu, maður hálfpartinn brennur út. Svo er það þannig þegar maður veður í eldfim mál, þá er alltaf eitthvað fólk sem er tilbúið að vaða í þig ef það er ekki sammála þér. T.d. ætlaði einhver náungi að koma heim til Snæbjörns og berja hann um daginn, en var sem betur fer með rangt heimilisfang. Við vitum hins vegar að hann mætti á staðinn því vinur Snæbjörns býr í götunni sem maðurinn taldi hann eiga heima í. Manni stendur ekkert á sama þegar svona á sér stað. Við sjáum því bara til hvort við hendum í hefðbundinn þátt, það fer bara eftir því hvernig við erum stemmdir hverju sinni.“ Hér að neðan er hægt að hlýða á Heiðar og Snæbjörn taka fyrir árið 1971. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að Eldi og brennisteini á helstu hlaðvarpsveitum og hlusta á X977-appinu.
Eldur og brennisteinn Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira