NBA dagsins: Var ekki í deildinni fyrir ári en átti sinn besta leik á ferlinum í nótt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2021 16:01 Cameron Payne skorar tvö af 29 stigum sínum gegn Los Angeles Clippers í nótt. getty/Christian Petersen Phoenix Suns er komið í 2-0 í einvíginu gegn Los Angeles Clippers í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 104-103, í leik liðanna í nótt. Deandre Ayton skoraði sigurkörfu Phoenix þegar hann tróð boltanum viðstöðulaust ofan í eftir innkast. Ayton skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst og Devin Booker var með tuttugu stig. Stigahæsti leikmaður Phoenix í leiknum var hins vegar Cameron Payne. Hann hefur fengið stórt hlutverk í fjarveru í Chris Paul og átti sennilega sinn besta leik á ferlinum í nótt. Payne skoraði 29 stig, sem er persónulegt met, gaf níu stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei. Hann lék einnig vel í fyrsta leiknum gegn Clippers og var þá með ellefu stig og níu stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins 23. júní Ekki er langt síðan hinn 26 ára Payne var ekki í NBA. Hann spilaði í Kína og í G-deildinni áður en Phoenix samdi við hann fyrir leikina í búbblunni í Flórída þar sem síðasta tímabil var klárað. Payne stóð sig vel í búbblunni og hefur skilað sínu á þessu tímabili. Í deildarkeppninni var Payne með 8,4 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og 44 prósent þriggja stiga nýtingu. Í úrslitakeppninni er hann með 11,8 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Oklahoma City Thunder valdi Payne í nýliðavalinu 2015 en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu. Hann fór svo til Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers áður en hann datt út úr deildinni. Núna er hann hins vegar búinn að finna sinn samastað hjá Phoenix sem er aðeins tveimur sigrum frá því að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Phoenix og Clippers í nótt auk viðtals við Ayton. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Deandre Ayton skoraði sigurkörfu Phoenix þegar hann tróð boltanum viðstöðulaust ofan í eftir innkast. Ayton skoraði 24 stig og tók fjórtán fráköst og Devin Booker var með tuttugu stig. Stigahæsti leikmaður Phoenix í leiknum var hins vegar Cameron Payne. Hann hefur fengið stórt hlutverk í fjarveru í Chris Paul og átti sennilega sinn besta leik á ferlinum í nótt. Payne skoraði 29 stig, sem er persónulegt met, gaf níu stoðsendingar og tapaði boltanum aldrei. Hann lék einnig vel í fyrsta leiknum gegn Clippers og var þá með ellefu stig og níu stoðsendingar. Klippa: NBA dagsins 23. júní Ekki er langt síðan hinn 26 ára Payne var ekki í NBA. Hann spilaði í Kína og í G-deildinni áður en Phoenix samdi við hann fyrir leikina í búbblunni í Flórída þar sem síðasta tímabil var klárað. Payne stóð sig vel í búbblunni og hefur skilað sínu á þessu tímabili. Í deildarkeppninni var Payne með 8,4 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og 44 prósent þriggja stiga nýtingu. Í úrslitakeppninni er hann með 11,8 stig og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Oklahoma City Thunder valdi Payne í nýliðavalinu 2015 en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu. Hann fór svo til Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers áður en hann datt út úr deildinni. Núna er hann hins vegar búinn að finna sinn samastað hjá Phoenix sem er aðeins tveimur sigrum frá því að komast í úrslit NBA í fyrsta sinn í 28 ár. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Phoenix og Clippers í nótt auk viðtals við Ayton. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30 Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Ótrúleg sigurkarfa Aytons og Phoenix komið í 2-0 Deandre Ayton tryggði Phoenix Suns sigur á Los Angeles Clippers, 104-103, í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt. Phoenix er 2-0 yfir í einvíginu. 23. júní 2021 07:30