Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 14:01 Aðför stjórnvalda í Hong Kong að frjálsum fjölmiðlum hefur verið harðlega mótmælt af lýðræðissinnum. Getty/May James Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi. Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Lýðræðissinnar hræðast að þetta marki enn eitt skrefið í átt að því að fjölmiðlafrelsi verði ekkert í héraðinu. Greint er frá þessu á vef Guardian. Dagblaðið og stofnandi þess, Jimmy Lai, urðu ákveðið merk Lýðræðishreyfingarinnar í Hong Kong og þyrnir í síðu yfirvalda og lögreglu Hong Kong. Yfirvöld hafa beint spjótum sínum að útgáfunni í nokkurn tíma en þjóðaröryggislögreglan réðst inn á skrifstofur blaðsins í síðustu viku og gerði þar húsleit. Á sama tíma voru allir bankareikningar og eignir blaðsins frystar. Það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn og greindi ritstjórn blaðsins, sem hefur verið gefið út í 26 ár, síðdegis í dag að hætt verði að uppfæra vefsíðuna á miðnætti og síðasta útgáfa blaðsins fari í prent í nótt. Stjórn blaðsins hafði áður tilkynnt að útgáfu yrði hætt ekki seinna en á laugardag en ritstjórnin tók ákvörðun um að hætta hið snarasta vegna áhyggja um öryggi starfsmanna. Skoðanagreinahöfundur hjá blaðinu var handtekinn fyrr í dag og var þar vísað til umdeildra öryggislaga, sem sett voru á fót að frumkvæði kínverskra stjórnvalda í fyrra. Þá voru fimm stjórnendur á blaðinu handteknir í síðustu viku, þar á meðal ritstjóri blaðsins og framkvæmdastjóri þess. Þeir hafa þegar verið ákærðir fyrir að hafa í samráði við erlend öfl ógnað þjóðaröryggi.
Hong Kong Fjölmiðlar Tengdar fréttir Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46
Lýðræðisbaráttukona leyst úr fangelsi Lýðræðisbaráttukonan Agnes Chow losnaði úr fangelsi í Hong Kong í dag, laugardag, eftir sjö mánuði á bak við lás og slá. Chow var handtekin eftir að hún tók þátt í skipulagningu ósamþykktra mótmæla í borginni árið 2019. 12. júní 2021 08:08
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04