Laporte, Forsberg og Ronaldo í liði riðlakeppninnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2021 07:01 Ronaldo er að sjálfsögðu fremsti maður í liði mótsins til þessa. Robert Michael/Getty Images UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hefur birt lið riðlakeppni EM. Aymeric Laporte er í hjarta varnarinnar, Emil Forsberg á vinstri vængnum og Cristiano Ronaldo í fremstu víglínu. Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Það má eflaust deila um hvort allir leikmenn liðsins eigi sæti sitt skilið en hér að neðan má sjá þá 11 leikmenn sem UEFA telur hafa staðið sig hvað best undanfarnar vikur. Stillt er upp í hið stórskemmtilega 3-4-3 leikkerfi. How many of these stars did you have in your #EUROfantasy XI?@JustEatTakeaway | #EURO2020— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 24, 2021 Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, er milli stanganna en hann hefur ekki enn fengið á sig mark í keppninni. Í þriggja manna varnarlínu eru Denzel Dumfries, Aymeric Laporte og Thomas Meunier. Dumfries hefur komið verulega á óvart í liði Hollands. Hann skoraði sigurmark Hollands í fyrstu umferð gegn Úkraínu sem og síðara mark liðsins í 2-0 sigrinum á Austurríki. Laporte hefur verið frábær í vörn Spánar og skoraði til að mynda eitt mark í 5-0 sigrinum á Slóvakíu. Meunier var svo frábær í 3-0 sigri Belga á Rússum þar sem hann skoraði og lagði upp. Á miðjunni eru þeir Emil Forsberg, Xerdan Shaqiri, Gini Wijnaldum og Andriy Yarmolenko. Forsberg er allt í öllu í sóknarleik Svíþjóðar og hefur skorað þrjú af fjórum mörkum liðsins. Shaqiri lagði upp mark Svisslendinga í 1-1 jafnteflinu gegn Wales og skoraði svo tvívegis í 3-1 sigrinum á Tyrklandi. Wijnaldum er kominn með þrjú mörk af miðjunni hjá Hollandi og Yarmolenko hefur komið að þremur af fjórum mörkum Úkraínu á mótinu. Frammi eru svo þeir Memphis Depay, Cristiano Ronaldo og Patrik Schick. Memphis hefur skorað tvö og lagt upp tvö á meðan Ronaldo hefur skorað fimm og er markahæstur allra á mótinu í dag. Schick hefur svo skorað öll mörk Tékklands á mótinu og þar á meðal markið sem verður að öllum líkindum valið mark mótsins. Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir haldi uppteknum hætti í útsláttarkeppninni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira