Loksins hnigu Sólirnar til viðar Sindri Sverrisson skrifar 25. júní 2021 07:30 Paul George sækir að körfunni en Deandre Ayton reynir að verjast. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Clippers eru orðnir þaulæfðir í því að lenda 2-0 undir í einvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en ná alltaf að svara fyrir sig. Þeir unnu Phoenix Suns 106-92 í nótt í úrslitum vesturdeildarinnar og minnkuðu muninn í 2-1. Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Utah Jazz og Dallas Mavericks komust bæði í 2-0 gegn Clippers í úrslitakeppninni í ár en voru svo slegin út. Clippers er fyrsta liðið í sögu NBA sem lendir 2-0 undir í þremur einvígum í sömu úrslitakeppni en nær alltaf að vinna þriðja leikinn. Nú er stefnan sett á að jafna einvígið við Phoenix á laugardagskvöld, rétt eins og í hinum tveimur einvígunum. The @LAClippers are the first team in NBA history to win Game 3 after trailing 0-2 three times in the same postseason. pic.twitter.com/Kg96zoRO4s— NBA History (@NBAHistory) June 25, 2021 Phoenix hafði unnið níu leiki í röð í úrslitakeppninni sem er met í sögu félagsins. Í nótt stungu Clippers hins vegar af í þriðja leikhluta. Paul George jafnaði sig eftir að hafa klikkað á vítalínunni á ögurstundu í síðasta leik gegn Phoenix. Hann fór fyrir Clippers og skoraði 27 stig, þar á meðal flautuþrist í lok þriðja leikhluta. George tók líka 15 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Liðið er enn án Kawhi Leonard sem glímir við hnémeiðsli. Paul George from HALFCOURT to beat the 3Q buzzer in the @LAClippers Game 3 win!#PhantomCam #NBAPlayoffs #ThatsGame pic.twitter.com/0ZGedrYwhR— NBA (@NBA) June 25, 2021 Chris Paul sneri hins vegar aftur í lið Phoenix eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum einvígisins vegna sóttvarnaráðstafana. Fyrrverandi stuðningsmenn hans í Staples Center bauluðu á hann en Paul hitti aðeins úr 5 af 19 skotum sínum í opnum leik og endaði með 15 stig og 12 stoðsendingar. „Ég verð að gera betur. Ég skaut skelfilega. Maður sá alveg að þeir höfðu mikið meiri orku. Ég þarf að ná upp sama krafti,“ sagði Paul. Cameron Payne, sem hafði fyllt svo vel í skarðið fyrir Paul í fyrstu tveimur leikjunum, fór meiddur af velli vegna ökklameiðsla eftir að hafa spilað í aðeins fjórar mínútur. Clippers voru undir í hálfleik en komust fljótlega yfir í þriðja leikhluta og skoruðu 11 stig í röð um miðjan leikhlutann, sem kom þeim í 71-56. Í lokaleikhlutanum náði Phoenix mest að minnka muninn í sex stig en lítil spenna var í leiknum á síðustu mínútunum. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira