Segir af sér fyrir að brjóta sóttvarnareglur við framhjáhald Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 26. júní 2021 18:31 Brosið er líklega horfið af andliti Matts Hancock sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands í dag. Vísir/EPA Matt Hancock hefur sagt af sér sem heilbrigðisráðherra Bretlands. Breskir miðlar birtu í vikunni myndir af ráðherranum og samstarfskonu hans þar sem þau sjást faðmast og kyssast. Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Hancock, sem er giftur þriggja barna faðir, segist í yfirlýsingu hafa brugðist bresku þjóðinni, óásættanlegt hafi verið að hann hafi sjálfur ekki virt tveggja metra regluna á sama tíma og hann bað landsmenn það. pic.twitter.com/ahnqHy6yT9— Matt Hancock (@MattHancock) June 26, 2021 Boris Johnson, forsætisráðherra, sagðist sjá á eftir Hancock. Heilbrigðisráðherrann fyrrverandi hafði þó meðal annars verið undir þrýstingi eftir fréttir af því að Johnson hefði kallað hann „vonlausan“ og blótað til áherslu í textaskilaboðum til þáverandi ráðgjafa síns í fyrra. Myndirnar af Hancock í kossafansi við Ginu Coladangelo, samstarfskonu sína, voru teknar í heilbrigðisráðuneytinu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Coladangelo þessi sé einnig gift, þriggja barna móðir. Gagnrýni hefur einnig komið fram á hvernig Coladangelo reis til metorða innan heilbrigðisráðuneytisins. Þau Hancock hafa verið vinir frá því á háskólaárum sínum. Hún var skipuð í stöðu þar sem hún þurfti aðeins að vinna 15-20 daga á ári en fékk laun upp á jafnvirði rúmlega tveggja og hálfrar milljónar króna í september. Forsætisráðuneytið fullyrðir að skipan Colandangelo hafi verið eftir réttum ferlum. Ekki liggur fyrir hver tekur við embættinu af Hancock.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07 Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Segir Boris hafa verið undir álagi þegar hann kallaði hann „fokking vonlausan“ Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, hefur tjáð sig um miður falleg ummæli Boris Johnson í sinn garð en á dögunum var greint frá því að forsætisráðherrann hefði kallað Hancock „algjörlega fokking vonlausan“ í textaskilaboðum. 21. júní 2021 11:07
Taldi ráðherra í eigin ríkisstjórn vonlausan með öllu Dominic Cummings, fyrrverandi aðstoðarmaður Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur birt einkaskilaboð milli þeirra tveggja þar sem Johnson segir Matt Hancock, heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni, vera „algjörlega vonlausan.“ 16. júní 2021 23:50