Telur líklegt að Saka byrji og Southgate stilli upp í 3-4-3 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júní 2021 10:01 Southgate er mikill aðdáandi Saka. Marc Atkins/Getty Images Hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic hefur stillt upp því sem hann telur líklegt byrjunarlið Englands í leiknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sjá meira
Ornstein telur að Gareth Southgate gæti stillt upp í 3-4-3 leikkerfi, mögulega til að spegla uppstillingu Þýskalands, en Southgate stillti enska liðinu oftar en ekki upp í mjög varnarsinnað 3-4-3 kerfi í Þjóðadeildinni. Þá telur Ornstein að Bukayo Saka verði í byrjunarliðinu eftir frábæra frammistöðu gegn Tékklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Að sama skapi gætu Mason Mount, Jack Grealish og Phil Foden allir byrjað leikinn á bekknum. Það eru aðrar upplýsingar en enskir fjölmiðlar höfðu í gær en talið var að Mason Mount gæti komið beint úr sóttkví og í byrjunarliðið. Hinn 19 ára gamli Saka var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Englands á Tékklandi og gæti haldið stöðu sinni er England tekur á móti Þýskalandi á Wembley í Lundúnum í dag. Saka yrði þá eflaust vinstra megin í þriggja manna framlínu með Harry Kane einan upp á topp og Raheem Sterling úti hægra megin. Kalvin Phillips og Declan Rice hafa verið saman á miðjunni til þessa og er ólíklegt að Southgate skipti þeim út að svo stöddu. Bukayo Saka expected to start England s #EURO2020 last-16 tie vs Germany. 20yo shone in final group game & likely to join Sterling behind Kane. Mount, Grealish + Foden look set to be on bench with #ENG anticipated to go 3-5-2 @TheAthleticUK #GER #ENGGER https://t.co/E9p25ktWmw— David Ornstein (@David_Ornstein) June 29, 2021 Ef stillt yrði upp í 3-4-3 er stærsta spurningin hvaða leikmenn yrðu í vængbakvörðum sem og þriggja manna varnarlínu. Það kemur allt í ljós í dag er liðin mætast klukkan 16.00 á Wembley í Lundúnum. Leikurinn er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 15.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Enski boltinn Fleiri fréttir Húðflúraði Diogo Jota á fótinn sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Sjá meira