Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2021 13:01 Hluti þeirra hermanna sem flúðu frá Afganistan til Tadsíkistan. AP/Landamæraeftirlit Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu. Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Talibönum hefur vaxið ásmegin samhliða því að hermenn Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins eru að yfirgefa landið. Reuters vitnar í landamæraverði Tadsíkistan sem segja 1.037 hermenn hafa flúið yfir landamæri ríkjanna en Talibanar tóku yfir sex lykilhéruð á landamærum ríkjanna tveggja og Kína. Emomali Rakhmon, forseti Tadsíkistan, ræddi að Ashraf Ghani, forseta Afganistans, í gær og lýsti yfir áhyggjum af því að hermennirnir hefðu rutt sér leið yfir landamærin. Þá hefur fréttaveitan eftir þjóðaröryggisráðgjafa Afganistans að forsvarsmenn stjórnarhersins ætli sér að gera gagnárás gegn Talibönum í norðri. Frá því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í apríl að hann ætlaði að flytja bandaríska hermenn heim frá Afganistan hafa Talibanar sótt í sig veðrið víða um landið. Þeir hafa forðast það að ráðast á hermenn NATO en gengið hart fram gegn stjórnarhernum. Yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan varaði nýverið við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulegri borgarastyrjöld. Talibanar hafa náð tökum á stórum svæðum í norðurhluta landsins en þeim svæðum hefur verið stýrt af stríðsherrum sem hafa stutt Bandaríkin og hjálpuðu til við að velta Talibönum úr sessi í innrás Bandaríkjanna í kjölfar árásarinnar á Tvíburaturnana 2001. AP fréttaveitan hefur eftir embættismanni í norðurhluta landsins að til fárra bardaga hafi komið og hermenn hafi að mestu flúið undan sókn Talibana. Þeir hafi yfirgefið stöður sína og sagði viðkomandi að andrúmsloftið meðal hermanna væri mjög þrungið. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök AP segir Talibana hafa náð tökum á um þriðjungi héraða landsins. Sérstaklega á landamærum Afganistan og annarra ríkja í Mið-Asíu.
Afganistan Tadsíkistan Bandaríkin NATO Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18 Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01 Mest lesið Barn fórst í Hvítá í gær Innlent Gróf slagsmál foreldra á fótboltamóti barna reyndust plat Innlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Töluverður viðbúnaður vegna einstaklings í sjónum Innlent Drengurinn er kominn í leitirnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Erlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fleiri fréttir Störfum Musk lokið hjá DOGE Skortir fólk til framleiðslu hergagna í Evrópu Heilt þorp varð undir aurskriðu í Sviss Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Donald Rumsfeld er dáinn Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. 30. júní 2021 20:29
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56
Kalla bjórinn heim frá Afganistan Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að ráða verktaka í að flytja tæplega 23 þúsund lítra af bjór frá Afganistan aftur til Þýskalands, nú þegar Atlantshafsbandalagið (NATO) undirbýr að draga hermenn sína út úr Afganistan. 7. júní 2021 23:18
Talibanar ná tökum á mikilvægu svæði nærri Kabúl Vígamenn Talibana hafa ná stjórn á Nerkh-héraði sem gæti nýst þeim sem gætt inn í Kabúl, höfuðborg landsins. Sveitir Talibana eru nú einungis um fjörutíu kílómetra frá höfuðborginni en héraðið hefur áður verið notað til að gera mannskæðar árásir á Kabúl. 12. maí 2021 14:01