Ræða hvort taka skuli tillit til tilfinninga dýra Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 13:24 Sum dýr eru jafnari en önnur í frumvarpinu um velferð dýra sem liggur fyrir breska þinginu. Það nær aðeins til hryggdýra en sumir þingmenn vilja að það nái einnig til sumra hryggleysingja. Vísir/EPA Breskir þingmenn rökræða nú um hvort að rétt sé að taka tillit til tilfinninga dýra þegar menn setja sér lög og reglur. Frumvarp þessa efnis er sagt ganga enn lengra en Evrópulög sem eru talin ganga hvað lengst í þá átt í heiminum. Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga. Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Frumvarpið um velferð og tilfinningar dýra legði þær skyldur á herðar allra breskra ríkisstofnana að taka tillit til tilfinninga dýra þegar lög eru samin og reglur settar. Það er í samræmi við kosningaloforð Boris Johnson forsætisráðherra um að lögfesta að dýr séu vitsmunaverur sem stjórnvöld verði að gefa gaum. Villt dýr jafnt sem hús- og gæludýr nytu verndar laganna verði þau samþykkt, að sögn Washington Post. Frumvarpið nær aðeins til hryggdýra eins og spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra og fiska. Líklegt er þó að breytingar verði gerðar á því þannig að það nái einnig til kolkrabba, krabba og skyldra tegunda en andstaða gegn þeirri venju að sjóða lifandi humra er sögð fara vaxandi á meðal bresks almennings. Þá yrði komið á fót sérfræðinganefnd sem færi ofan í kjölinn á ákvörðunum stjórnvalda til að tryggja að þau hafi tekið tillit til velferðar dýra. Andstæðingar frumvarpsins halda því fram að lögin yrðu þung í vöfum og auka skrifræði stjórnvalda og að þau séu runnin undan rifjum grænkera og róttækra dýraverndunarsinna. Donald Broom, vísindamaður sem rannsakar dýravelferð við Cambridge-háskóla, segir bandaríska dagblaðinu að vísindalegum rannsóknum á vitsmunum, meðvitund og tilfinningum dýra hafi fleygt fram á undanförnum árum. Í ljós hafi komið að dýr séu gædd ýmsum eiginleikum sem talið var að menn byggju einir yfir, þar á meðal notkun á verkfærum og tungumáli, tímaskyn, blekkingum, samúð og náungakærleik. Menn og dýr séu þannig merkilega lík. Broom segir að skynug dýr séu „einstaklingar sem upplifa sársauka og þjáningar og alls konar aðra hluti og það ætti að taka tillit til þess.“ Hann sé ekki mótfallinn því að menn borði dýr eða nýti þau en að hugsa ætti um dýrin sem einstaklinga.
Bretland Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira