Hagsjá Landsbankans greinir frá og segir evruna í lok júní hafa staðið í 146,5 krónum í samanburði við 147,6 í lok maí. Bandaríkjadalur stóð í 123,2 krónum í lok júní samanborið við 121,0 í lok maí.
Velta á gjaldeyrismarkaði nam 41,4 milljörðum króna í júní og jókst um 17 prósent á milli mánaða. Hlutdeild Seðlabankans var 18,2 milljarðar eða 44 prósent. Af 18,2 milljarða króna kaupum á evrum voru 12,7 milljarðar næstu tvo daga eftir að hlutafjárútboði Íslandsbanka lauk. Voru þau kaup að öllum líkindum í tengslum við þátttöku erlendra fjárfesta því útboði.
Þetta eru mestu nettó kaup Seðlabankans í einum mánuði síðan í febrúar 2017. Þrátt fyrir þessi kaup er nettó sala Seðlabankans á gjaldeyri síðan byrjun Covid-19 faraldursins 152 milljarðar króna eða sem nemur um 18 prósentum af forðanum í upphafi faraldursins.