Johnson kallar herlið Bretlands í Afganistan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2021 13:53 Harry Bretaprins er einn þeirra sem þjónaði herskyldu sinni í Afganistan. EPA/JOHN STILLWELL Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að herlið Bretlands í Afganistan verði fljótlega kallað aftur heim. Breskar hersveitir hafa verið með viðveru í Afganistan í tuttugu ár, frá hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnana árið 2001. Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna. Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Johnson staðfesti þetta við þingmenn á breska þinginu í dag en á síðastliðnum tuttugu árum hafa 457 breskir hermenn dáið í Afganistan. Þetta ákvað hann þrátt fyrir að talíbanar í Afganistan hafi sótt í sig veðrið á undanförnum misserum. Fréttastofa Guardian greinir frá. Bandaríkin hafa líka kallað herlið sitt heim og yfirgaf bandaríski herinn Bagram herstöðina í Afganistan snögglega fyrr í vikunni. Um 650 bandarískir hermenn munu þó verða eftir í Afganistan til að tryggja öryggi bandarískra embættismanna í landinu. Einhverjir breskir hermenn verða eftir til að starfa samhliða bandaríska herliðinu en ekki hefur verið tilkynnt hvað þeir verða margir. NATO-ríki hafa þegar tilkynnt að til standi að kalla herliðið heim en Johnson staðfesti í dag að allar hersveitir muni snúa aftur heim. Hann sagðist ekki geta gefið nákvæmar tímasetningar fyrir heimförunum vegna öryggisástæðna en bætti við: „Ég get sagt þinginu það að flestir manna okkar hafa þegar yfirgefið landið.“ Talið er að Talíbanar hafi stjórn á um helmingi landssvæðis í Afganistan en Sir Nick Carter, yfirmaður herafla Bretlands, sagði í dag að hann vonist til þess að friðarviðræður milli afganskra stjórnvalda og Talíbana fari fram á endanum. Breskar hersveitir hafa yfirgefið landið á sama tíma og bandarískar hersveitir, að tilskipan Joe Biden Bandaríkjaforseta, hafa snúið aftur heim. Breskir stjórnmálamenn, Johnson þar á meðal, hafa lýst yfir vilja til að vera áfram með herviðveru í Afganistan en talið er að þrýstingur Bidens um að yfirgefa landið hafi sett hersveitir NATO í bagalega stöðu, og hersveitir bandalagsins þurft að yfirgefa landið á sama tíma til að tryggja öryggi hermanna.
Bretland Afganistan Tengdar fréttir Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20 Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01 Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. 6. júlí 2021 09:20
Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn. 5. júlí 2021 13:01
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43