NBA dagsins: Forðuðust að lenda í holu sem ekkert lið hefur komist upp úr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 15:05 Giannis Antetokounmpo hefur skorað samtals 83 stig í síðustu tveimur leikjum í úrslitum NBA-deildarinnar. getty/Justin Casterline Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig þegar Milwaukee Bucks vann Phoenix Suns, 120-100, í fyrsta heimaleik liðsins í úrslitum NBA-deildarinnar síðan 1974. Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Með sigrinum kom Milwaukee í veg fyrir að lenda 3-0 undir og lenda ofan í holu sem ekkert lið í úrslitum NBA hefur komist upp úr. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 og Milwaukee getur jafnað metin með sigri í fjórða leiknum á miðvikudaginn. Líkt og í síðasta leik fór Giannis á kostum í nótt. Grikkinn skoraði 41 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann er fyrsti leikmaðurinn síðan LeBron James 2016 til að skora fjörutíu stig eða meira í tveimur leikjum í röð í úrslitum NBA. Giannis er jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu úrslitanna til að skora yfir fjörutíu stig og taka tíu fráköst eða meira í tveimur leikjum í röð. Shaquille O'Neal gerði það í fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvígi Los Angels Lakers og Indiana Pacers fyrir 21 ári. Giannis TOOK OVER Game 3! 41 PTS13 REB14/23 FGM13/17 FTM@Giannis_An34 joined @SHAQ as the only players in #NBAFinals history with back-to-back 40+ point, 10+ rebound games! #ThatsGame Game 4: 9:00pm/et WEDNESDAY on ABC pic.twitter.com/lIazIIZbAo— NBA (@NBA) July 12, 2021 „Við vissum hvers konar leikur þetta yrði. Við vissum að við værum komnir ofan í holu ef við töpuðum,“ sagði Giannis. Hann hitti úr fjórtán af 23 skotum sínum utan af velli og þrettán af sautján vítaskotum sínum. Giannis tók fleiri vítaskot en allir leikmenn Phoenix til samans, eitthvað sem Monty Williams, þjálfari liðsins, benti á eftir leik. „Ég ætla ekki að kvarta opinberlega yfir villunum. Geri það ekki. En þú getur séð það, við fengum sextán víti en einn leikmaður sautján,“ sagði Williams. Klippa: NBA dagsins: 12. júlí Milwaukee fékk miklu betra sóknarframlag frá Jrue Holiday en í síðasta leik og það vóg þungt. Hann skoraði 21 stig, gaf níu stoðsendingar og setti niður fimm þriggja stiga skot. Khris Middleton skoraði átján stig og Brook Lopez og Bobby Portis ellefu stig hvor. Chris Paul skoraði nítján stig fyrir Phoenix og gaf níu stoðsendingar. Devin Booker átti erfitt uppdráttar; skoraði tíu stig og hitti aðeins úr þremur af fjórtán skotum sínum. Deandre Ayton skoraði átján stig en spilaði aðeins 24 mínútur vegna villuvandræðna. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr leik Milwaukee og Phoenix frá því í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Annar stórleikur hjá gríska goðinu þegar Hirtirnir minnkuðu muninn Giannis Antetokounmpo átti stórkostlegan leik þegar Milwaukee Bucks sigraði Phoenix Suns, 120-100, í þriðja leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1, Phoenix í vil. 12. júlí 2021 07:33