Dánarvottorð eiginmanns og stjúpdætra talin fölsuð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 09:28 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Vilhelm Víetnömsk kona sem fullyrðir að eiginmaður og tvær stjúpdætur hennar hafi látist í hörmulegu slysi í Víetnam árið 2010 fær ekki dánarbætur frá tveimur íslenskum tryggingafélögum. Dánarvottorð sem framvísað var vegna málsins eru talin fölsuð. Héraðsdómur telur ekki sannað að eiginmaðurinn og stjúpdæturnar hafi látist í umræddu slysi. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar. Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en konan, sem búsett var hér á landi í nokkur ár, krafðist þess að fá greiddar hátt í 40 milljónir frá Vátryggingafélagi Íslands og Líftryggingafélagi Íslands vegna andláts eiginmanns hennar og tveggja stjúpdætra. Fjölskyldan var búsett hér á landi á árunum 2008 til 2010 en konan sagði að slysið þar sem eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur létust hafi átt sér stað í orlofsferð til Víetnam í árið 2010, í skipbroti þann 2. október það ár. Konan framvísaði afritum af dánarvottorðum auk staðfestingar frá yfirmanni almannaöryggis í sveitarfélaginu þar sem slysið hafi átt sér stað að lík þeirra hafi fundist þremur dögum síðar. Niðurstaðan sé að þau hafi drukknað á sjó. Við meðferð málsins hjá héraðsdómi staðfestu nokkur vitni að lík þriggja einstaklinga hafi fundist umræddan dag, án þess þó að þau hafi borið kennsl á þá. Þrír einstaklingar fundust látnir Tryggingafélögin leituðu liðsinnis embættis Ríkislögreglustjóra til þess að öðlast staðfestingu á því sem konan hélt fram að hefði gerst. Athugun Interpol á málinu leiddi í ljós að þrír óþekktir einstaklingar hefðu látist í skipbroti þann 2. október en enginn sem bæri nöfn eiginmannsins eða stjúpdætra hennar væri skráður í dánarskrá sveitarfélagsins þar sem slysið átti sér stað. Konan sagði að fjölskyldumeðlimir hennar hefðu látist við strendur Víetnam er þau voru við veiðar. Myndin tengist fréttinni ekki beint.Getty/Dukas Formaður og yfirmaður dómsmála í sveitarfélaginu Hoang Chau hafi staðfest að þeir hefðu ekki gefið út og undirritað umrædd dánarvottorð. Þá fylgdi svari Interpol sýnishorn forms sem notað hafði verið í Víetnam fyrir dánarvottorð frá 1. júlí 2010, en vottorðin sem konan hafði framvísað eru ekki á því formi. Ekki sannað að einstaklingarnir þrír hafi verið þeir sem konan hélt fram Í niðurstöðu héraðsdóms segir að lögreglurannsókn hafi leitt í ljós að þau vottorð hafi ekki verið gefin út af þeim yfirvöldum í Víetnam sem þau eru sögð stafa frá. Það var staðfest af Interpol í Víetnam þann 31. ágúst 2011 og síðar, þá eftir diplómatískum leiðum með nótu frá sendiráði Víetnam í Kína, staðfesti víetnamska ríkið með formlegum hætti 30. október 2020 að formaður alþýðunefndar sveitarfélagsins Hoang Chau, Nguyen Dinh Huong, sem sagður er útgefandi vottorðanna, undirritaði þau ekki. Þannig hafi dánarvottorð sem konan framvísaði í upphafi verið, að fenginni staðfestingu víetnamska ríkisins, verið talin fölsuð og önnur vottorð sem síðar var aflað reyndust ekki gefin út af þar til bærum yfirvöldum í Víetnam. Taldi héraðsdómur að konunni hefði ekki tekist að sýna fram á að sá vátryggingaratburður sem bótakröfur hennar byggðust á hefði gerst í raun og veru, það er að eiginmaður hennar og tvær stjúpdætur hefðu í raun og veru látist í umræddu slysi. Voru tryggingarfélögin því sýknuð af öllum kröfum konunnar.
Víetnam Dómsmál Tryggingar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira