Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. júlí 2021 13:01 Fiskistofa segir þörf á samráði og úrbótum vegna brottkasts hér á landi. Vísir/Vilhelm Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Við sögðum frá því um helgina að Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur nú í júlí vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir að drónaeftirlit var tekið upp hjá Fiskistofu nú í janúar. Elín Björg Ragnarsdóttir er sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu. „Drónarnir eru að veita okkur nýja sýn. Áður vorum við bara að róa með bátum en núna erum við að fá allt aðra sýn. Við höfum notað dróna nær landi frá því í janúar en erum byrjuð að fara lengra út með þá,“ segir Elín. Elín Björg Ragnarsdóttir sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu kallar eftir samráði og úrbótum vegna brottkasts.Vísir Það sé aðeins nýlega sem drónarnir fari lengra út á miðin. „Fyrstu málin varðandi brottkast á togurum eru farin að koma inn á borð hjá okkur. En við erum hins vegar ekki búin að fara í margar eftirlitsferðir á togaramiðin,“ segir hún. Mikið brottkast þrátt fyrir góða kynningu Hún segir að eftirlitið með drónum hafi verið vel kynnt síðustu mánuði og greinin fengið leiðbeiningar. Það kom því á óvart hversu algengt brottkastið sé. „Brottkast er meira en við hefðum viljað sjá. Við höfum verið að leita eftir samstarfi við greinina til að bæta umgengni við auðlindina. Brottkast skaðar hagsmuni allra sem hafa hag af þessari ábyrgu nýtingu auðlindarinnar. Þess vegna þarf samstöðu um að þessi hegðun verði ekki liðin. Samstaða er lykillinn að vernda þessa hagsmuni,“ segir Elín. Elín segir að Fiskistofa hafi óskað eftir samráði við Sjávarútvegsráðuneytið, Landssamband smábátaeigenda og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þessir aðilar þurfi að vinna saman að úrbótum í greininni. Aðspurð um hvernig hagsmunaðilar hafi tekið í málið segir Elín: „Ég hef fulla trúa á að það náist að sameinast um úrbætur.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32 „Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10 Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sviptur veiðileyfi eftir að brottkast náðist á drónaupptöku Fiskistofa svipti bát veiðileyfi í tvær vikur fyrr í mánuðinum vegna stórfellds brottkasts. Þetta er í fyrsta sinn sem bátur er sviptur leyfi vegna brottkasts eftir drónaeftirlit. 18. júlí 2021 14:32
„Gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn“ Fiskistofa hefur staðið mun fleiri að ólöglegu brottkasti það sem af er ári en á sama tímabili undanfarin ár. Sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu segir gríðarlegum verðmætum hent í sjóinn. Nokkur mál eru talin alvarleg og gætu leitt til áminninga eða sviptingar á veiðileyfum. 19. febrúar 2021 12:10
Telur drónaeftirlit Fiskistofu ólöglegt en fordæmir brottkast Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar mikilvægt að ganga vel um auðlindir þjóðarinnar og fordæmir ólöglegt brottkast. Hann gagnrýnir hins vegar drónaeftirlit Fiskistofu og efast um að það sé löglegt. 19. febrúar 2021 18:46