Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Samúel Karl Ólason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. júlí 2021 11:46 Frá ríkisstjórnarfundi í vor. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Þórólfur sagðist hafa sagt frá skoðunum sínum undanfarna daga og hann hafi einkum verið að hugsa um landamærin. „Vissulega þarf líka að hugsa um innanlands. Við erum að fá töluverða uppsveiflu í dreifingu á smiti núna innanlands og það virðist ekki bara bundið við höfuðborgarsvæðið.“ Hann segir að ekki sé búið að ná utan um það smit sem sé í dreifingu og rakningateymið standi í ströngu. „Þetta smit er komið víða í samfélagið,“ segir Þórólfur. Hann segir þó að enn sem komið er sýni flestir væg einkenni. „Þetta er sem betur fer fólk sem sýnir tiltölulega væg einkenni, enda eru þau á þeim aldrei sem sýnir yfirleitt ekki alvarleg einkenni.“ Þórólfur segir það geta vakið áhyggjur, berist smit í viðkvæma hópa og eldra fólk, hvort bólusetningin muni einnig vernda þá gegn alvarlegum einkennum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur hefur gefið til kynna að hann vilji auka eftirlit á landamærum og þá jafnvel að bólusettir farþegar verði krafðir um PCR-vottorð við komu til Íslands. Hann segir að Ísland yrði ekki eina landið í Evrópu til að gera það. „Það er krafist allskonar prófa í flestum löndum,“ sagði Þórólfur. „Það er mjög breytilegt eftir því hvort fólk er bólusett eða ekki og hvort fólk er að koma frá grænum löndum. Það er oft afsláttur af því þegar fólk er að koma frá grænum löndum eins og Íslandi. Við stefnum þó hraðbyri að því að fara í rauðan lit. Þannig að ég held að það verði kröfur á okkur líka í mörgum löndum við ferðalög erlendis.“ „Við erum alls ekki ein á báti. Það eru flest Evrópulönd með kröfur um annaðhvort neikvætt PCR-próf eða hraðgreiningarpróf áður en fólk kemur.“ Skynsamlegt að skima Íslendinga Aðspurður um það hvort verið sé að skoða það að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefnum segir Þórólfur að verið sé að bíða eftir niðurstöðum rannsókna um það hvort slíkt hjálpi. Það yrði þó ekki í fyrsta lagi fyrr en í lok ágúst. Varðandi það hvort til greina komi að skima Íslendinga sem koma til landsins segir Þórólfur það vera skynsamlegt. Að skima Íslendinga sem koma hingað og eigi hér tengslanet. „Því það eru þeir sem hafa valdið flestum af þessum innanlandssmitum sem við höfum verið að greina,“ segir Þórólfur. Hann segir að þess vegna hafi fólk verið beðið um að fara mjög varlega fyrstu dagana eftir heimkomu frá útlöndum og fara í skimun sýni þau minnstu einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví Sextán manns greindust með Covid-19 innalands í gær. Þar af voru sex í sóttkví. Einn greindist á landamærunum. 19. júlí 2021 10:41