Frá mögrum táningi yfir í besta leikmann deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 10:01 Gríska goðið, Giannis Antetokounmpo. Samsett/ESPN Saga Giannis Antetokounmpo – gríska goðsins – er engum lík. Æviskeið hans er ólíkt flestum þeim sem hafa komist á topp NBA-deildarinnar í körfubolta. Giannis er aðalástæða þess að Milwaukee Bucks kom til baka í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar og vann Phoenix Suns 4-2. Vegferð sem byrjaði í Sepolia, úthverfi Aþenu í Grikklandi, náði hátindi sínum er Giannis skoraði 50 stig í 105-98 sigri Bucks og tryggði liðinu þar með sinn fyrsta meistaratitil í 50 ár. Foreldrar Giannis eru frá Nígeríu en flúðu til Grikklands vegna bágrar stöðu í heimalandinu. Giannis var orðinn 12 ára gamall þegar hann hóf loks að æfa körfubolta en hann ætlaði sér lengi vel að verða atvinnumaður í fótbolta. Giannis á fjóra bræður, þar af eru þrír atvinnumenn í körfubolta. Thanasis er meira að segja liðsfélagi Giannis hjá Milwaukee. Giannis opnaði leiðina fyrir bræður sína en Kostas Antetokounmpo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári. Thanasis og Kostas eru hins vegar lítið meira en rulluspilarar á meðan Giannis er besti leikmaðurinn í sínu liði og mögulega NBA-deildarinnar í dag. Leiðin þangað hefur hins vegar veirð löng. Giannis hafði aðeins spilað eitt tímabil í grísku B-deildinni áður en hann var mættur til Milwaukee. Bucks ákváðu að taka áhættu og velja Giannis í nýliðavalinu fyrir tímabilið 2013-2014. Félagið átti 15. valrétt og valdi á þeim tíma leikmann sem flest lið deildarinnar vissu ekki hver var. Það átti heldur betur eftir að borga sig en átta árum síðar er liðið NBA-meistari og getur Milwaukee að miklu leyti þakkað Giannis fyrir það. Það tók þó sinn tíma enda var Gríska goðið [gælunafn Giannis] grænn á bakvið eyrun er hann kom fyrst til Bandaríkjanna. Þessi 2.11 metra hái táningur var lítið annað en skinn og bein þegar hann mætti í NBA-deildina. Hann var ekki með bílpróf, talaði litla ensku og var mjög feiminn. Honum brá því í brún er stórstjörnur deildarinnar létu gamminn geysa á vellinum. Öðru eins ruslatali hafði hann ekki lent í. Carmelo Anthony og Kevin Durant voru hvað duglegastir að láta Giannis heyra það þegar hann var nýkominn í deildina. Giannis Antetokounmpo gegn Carmelo Anthony.Abbie Parr/Getty Images Giannis var einn og yfirgefinn í Milwaukee fyrstu mánuðina en foreldrar hans áttu ekki grísk vegabréf og komust því ekki með syni sinum til Bandaríkjanna. Það hjálpaði að eigandi Milwaukee Bucks var fyrrum þingmaðurinn Herb Kohl. Honum tókst að toga í nokkra spotta og á endanum var Antetokounmpo-fjölskyldan sameinuð í Milwaukee. Álagið í deildinni sagði hins vegar til sín og eftir fjöldann allan af meiðslum endaði Milwaukee með versta árangur deildarinnar, 15 sigra og 67 töp. Giannis skilaði 6.8 stigum ásamt 5.5 fráköstum og 1.9 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann spilaði rétt rúmlega hálfan leik að meðaltali eða 24.6 mínútur í leik. Hann rúllaði hins vegar upp bílprófinu og bætti sig í ensku dag frá degi. Hann ákvað að gera slíkt hið sama á körfuboltavellinum. Kobe setti aukna pressu á Giannis Kobe og Giannis.Benny Sieu/USA TODAY Sports Kobe Bryant heitinn setti ákveðna pressu á Gríska goðið um haustið 2017. Kobe var þá að skora á ýmsa leikmenn deildarinnar fyrir „Mamba Mentality“ herferð sína í samstarfi við íþróttavörurisann Nike. Giannis skellti sér því í símann og setti inn færslu á Twitter þar sem hann sagðist vera bíða eftir áskorun. Bryant svaraði um hæl og sagðist vilja sjá Giannis verða MVP, það er verðmætasta leikmann deildarinnar. Giannis var ekki í umræðunni um MVP deildarinnar á þeim tímapunkti en hann hafði nýverið tekið þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og hafði átt frábært tímabil árið á undan. Still waiting for my challenge.. @kobebryant— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) August 24, 2017 Giannis var á sínu fjórða ári í deildinni og hafði skilað 22.9 stigum að meðaltali í leik ásamt 8.8 fráköstum og 5.4 stoðsendingum. Hann vann til verðlauna það tímabil, hann var valinn sá leikmaður sem hafði sýnt hvað mestar framfarir. Giannis endaði í 6. sæti í MVP kosningu tímabilsins 2017-2018. Tímabilið eftir sprakk hann hins vegar út og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Kobe Bryant var ekki lengi að enda á sinn minn. „Næsta verkefni: Meistaratitill.“ Nú, þremur árum síðar er meistaratitillinn kominn í hús. Eftir átta ár af þrotlausri vinnu er Giannis á toppi tilverunnar, með NBA-meistaratitilinn í aftursætinu sem og MVP-verðlaunin en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Það verður forvitnilegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér en ætli menn sé að næla í NBA-titil á næstu árum er ljóst að það þarf að fara í gegnum gríska goðið til þess. Fréttin er byggð á grein á sem birtist á ESPN þar sem átta einstaklingar segja átta mismunandi sögur um gríska goðið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA dagsins: Gríska goðið sá til þess að Hirtirnir unnu fyrsta titilinn í 50 ár Giannis Antetokounmpo var allt í öllu þegar Milwaukee Bucks tryggði sér loksins NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Liðið vann Phoenix Suns 105-98 í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar og tryggði sér þar með 4-2 sigur í einvíginu og titilinn í leiðinni. 21. júlí 2021 15:01 „Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Giannis er aðalástæða þess að Milwaukee Bucks kom til baka í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar og vann Phoenix Suns 4-2. Vegferð sem byrjaði í Sepolia, úthverfi Aþenu í Grikklandi, náði hátindi sínum er Giannis skoraði 50 stig í 105-98 sigri Bucks og tryggði liðinu þar með sinn fyrsta meistaratitil í 50 ár. Foreldrar Giannis eru frá Nígeríu en flúðu til Grikklands vegna bágrar stöðu í heimalandinu. Giannis var orðinn 12 ára gamall þegar hann hóf loks að æfa körfubolta en hann ætlaði sér lengi vel að verða atvinnumaður í fótbolta. Giannis á fjóra bræður, þar af eru þrír atvinnumenn í körfubolta. Thanasis er meira að segja liðsfélagi Giannis hjá Milwaukee. Giannis opnaði leiðina fyrir bræður sína en Kostas Antetokounmpo varð meistari með Los Angeles Lakers á síðasta ári. Thanasis og Kostas eru hins vegar lítið meira en rulluspilarar á meðan Giannis er besti leikmaðurinn í sínu liði og mögulega NBA-deildarinnar í dag. Leiðin þangað hefur hins vegar veirð löng. Giannis hafði aðeins spilað eitt tímabil í grísku B-deildinni áður en hann var mættur til Milwaukee. Bucks ákváðu að taka áhættu og velja Giannis í nýliðavalinu fyrir tímabilið 2013-2014. Félagið átti 15. valrétt og valdi á þeim tíma leikmann sem flest lið deildarinnar vissu ekki hver var. Það átti heldur betur eftir að borga sig en átta árum síðar er liðið NBA-meistari og getur Milwaukee að miklu leyti þakkað Giannis fyrir það. Það tók þó sinn tíma enda var Gríska goðið [gælunafn Giannis] grænn á bakvið eyrun er hann kom fyrst til Bandaríkjanna. Þessi 2.11 metra hái táningur var lítið annað en skinn og bein þegar hann mætti í NBA-deildina. Hann var ekki með bílpróf, talaði litla ensku og var mjög feiminn. Honum brá því í brún er stórstjörnur deildarinnar létu gamminn geysa á vellinum. Öðru eins ruslatali hafði hann ekki lent í. Carmelo Anthony og Kevin Durant voru hvað duglegastir að láta Giannis heyra það þegar hann var nýkominn í deildina. Giannis Antetokounmpo gegn Carmelo Anthony.Abbie Parr/Getty Images Giannis var einn og yfirgefinn í Milwaukee fyrstu mánuðina en foreldrar hans áttu ekki grísk vegabréf og komust því ekki með syni sinum til Bandaríkjanna. Það hjálpaði að eigandi Milwaukee Bucks var fyrrum þingmaðurinn Herb Kohl. Honum tókst að toga í nokkra spotta og á endanum var Antetokounmpo-fjölskyldan sameinuð í Milwaukee. Álagið í deildinni sagði hins vegar til sín og eftir fjöldann allan af meiðslum endaði Milwaukee með versta árangur deildarinnar, 15 sigra og 67 töp. Giannis skilaði 6.8 stigum ásamt 5.5 fráköstum og 1.9 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann spilaði rétt rúmlega hálfan leik að meðaltali eða 24.6 mínútur í leik. Hann rúllaði hins vegar upp bílprófinu og bætti sig í ensku dag frá degi. Hann ákvað að gera slíkt hið sama á körfuboltavellinum. Kobe setti aukna pressu á Giannis Kobe og Giannis.Benny Sieu/USA TODAY Sports Kobe Bryant heitinn setti ákveðna pressu á Gríska goðið um haustið 2017. Kobe var þá að skora á ýmsa leikmenn deildarinnar fyrir „Mamba Mentality“ herferð sína í samstarfi við íþróttavörurisann Nike. Giannis skellti sér því í símann og setti inn færslu á Twitter þar sem hann sagðist vera bíða eftir áskorun. Bryant svaraði um hæl og sagðist vilja sjá Giannis verða MVP, það er verðmætasta leikmann deildarinnar. Giannis var ekki í umræðunni um MVP deildarinnar á þeim tímapunkti en hann hafði nýverið tekið þátt í sínum fyrsta stjörnuleik og hafði átt frábært tímabil árið á undan. Still waiting for my challenge.. @kobebryant— Giannis Ugo Antetokounmpo (@Giannis_An34) August 24, 2017 Giannis var á sínu fjórða ári í deildinni og hafði skilað 22.9 stigum að meðaltali í leik ásamt 8.8 fráköstum og 5.4 stoðsendingum. Hann vann til verðlauna það tímabil, hann var valinn sá leikmaður sem hafði sýnt hvað mestar framfarir. Giannis endaði í 6. sæti í MVP kosningu tímabilsins 2017-2018. Tímabilið eftir sprakk hann hins vegar út og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Kobe Bryant var ekki lengi að enda á sinn minn. „Næsta verkefni: Meistaratitill.“ Nú, þremur árum síðar er meistaratitillinn kominn í hús. Eftir átta ár af þrotlausri vinnu er Giannis á toppi tilverunnar, með NBA-meistaratitilinn í aftursætinu sem og MVP-verðlaunin en hann var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Það verður forvitnilegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér en ætli menn sé að næla í NBA-titil á næstu árum er ljóst að það þarf að fara í gegnum gríska goðið til þess. Fréttin er byggð á grein á sem birtist á ESPN þar sem átta einstaklingar segja átta mismunandi sögur um gríska goðið. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir NBA dagsins: Gríska goðið sá til þess að Hirtirnir unnu fyrsta titilinn í 50 ár Giannis Antetokounmpo var allt í öllu þegar Milwaukee Bucks tryggði sér loksins NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Liðið vann Phoenix Suns 105-98 í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar og tryggði sér þar með 4-2 sigur í einvíginu og titilinn í leiðinni. 21. júlí 2021 15:01 „Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06 Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00 Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31 Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
NBA dagsins: Gríska goðið sá til þess að Hirtirnir unnu fyrsta titilinn í 50 ár Giannis Antetokounmpo var allt í öllu þegar Milwaukee Bucks tryggði sér loksins NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Liðið vann Phoenix Suns 105-98 í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi deildarinnar og tryggði sér þar með 4-2 sigur í einvíginu og titilinn í leiðinni. 21. júlí 2021 15:01
„Ég hefði getað farið í ofurlið og orðið meistari en ég vildi gera það hér“ Giannis Antetokounmpo var eðlilega hátt uppi er hann ræddi við blaðamenn að loknum stórbrotnum leik sínum sem tryggði Milwaukee Bucks sinn fyrsta NBA-meistaratitil í 50 ár. 21. júlí 2021 09:06
Söguleg frammistaða Giannis sem var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins Giannis Antetokounmpo skoraði 50 stig er Milwaukee Bucks tryggði sér meistaratitilinn í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Giannis var valinn verðmætasti leikmaður einvígisins að leik loknum. 21. júlí 2021 08:00
Milwaukee Bucks NBA-meistari í fyrsta sinn í 50 ár Milwaukee Bucks er NBA-meistari í körfubolta eftir sjö stiga sigur á Phoenix Suns í nótt, lokatölur 105-98. 21. júlí 2021 07:31
Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta 20. júlí 2021 07:30