Hvað var það sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Arna Pálsdóttir skrifar 28. júlí 2021 09:00 Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Arna Pálsdóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Það var mikið hlustað á tónlist á mínu heimili þegar ég var að alast upp. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Meat Loaf fyrirferðamikill. Ég hef varla verið byrjuð í grunnskóla þegar ég söng og dansaði m.a. með laginu Paradise by the dashboard light – án þess þó að vita að ég var að syngja og dansa með lagi sem fjallaði um 17 ára unglinga sem voru við það að stunda kynlíf sem kostaði drenginn frelsið um ókomna tíð (þau gengu í hjónaband). Lagið sem fyrirsögnin vísar hins vegar til er fyrir löngu orðið klassík í poppsögunni. Stærsti smellur Meat Loaf og stærsta spurning tónlistarsögunnar. Vel yfir 100 milljón spilanir á Spotify, svipað margar og ég var búin að spila lagið í geislaspilara fyrir árið 1998. Í laginu gefur Meat Loaf sér góðar 12 mínútur til að segja okkur (ítrekað) að hann sé tilbúinn til að gera allt fyrir ástina- allt, nema eitt! Þetta eina er svo látið ósagt. Það eru margar stórar spurningar sem hvíla á mannverunni á meðan hún dvelur í þessari jarðvist. Spurningar sem geyma ekki svör og eru fyrir vikið illviðráðanlegar og erfiðar. Sumar eru flóknar og áleitnar á meðan aðrar eru einfaldari. Spurningar eins og „Er líf eftir dauðann?“, „Er líf á öðrum plánetum?”, „Afhverju myndi einhver setja banana á pizzu?” Og hvað í ósköpunum var þetta eina sem Meat Loaf var ekki tilbúinn að gera fyrir ástina? Reglulega sækja á mig hugsanir um þetta lag. Ekki svo að skilja að þetta sé einhver þráhyggja, en sýnið mér skilning, það eru hátt í 30 ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér. Ég gríp sjálfa mig stundum að því að beina spjótum mínum að konunni í laginu, var hún kannski að biðja um eitthvað vafasamt? En svo legg ég þessar pælingar til hliðar, enda engin leið fyrir mig að komast að niðurstöðu í þessu máli. Á síðasta eina og hálfa árinu hafa fleiri spurningar ratað á listann yfir stóru spurningarnar í lífinu. Sú stærsta er án efa: Hvenær verður covid búið? Spurning sem hefur hvílt á okkur öllum síðustu mánuði. Lengi vel var ekkert svar. Við vorum í miðri orrustu og hvorki sást til austurs né vesturs. En svo fór að birta til. Svarið var handan við hornið: bólusetningar! Þegar fréttir af fjórðu bylgjunni fóru að birtast fyrir nokkrum dögum fór um mig örlítil örvænting. Hvað var að gerast? Vorum við ekki búin að leysa þetta mál með bera handleggi í Laugardalshöllinni fyrr í sumar? Peppið er löngu búið. Sá sem myndi byrja að syngja um það núna að ferðast innanhúss þyrfti frekar að hafa áhyggjur af öryggi sínu en því að einhver tæki undir með honum og stemningin gagnvart þríeykinu minnir nokkuð á sviplegar breytingar á vinsældum útrásarvíkinga á árunum fyrir og eftir hrun. Við höfum öll okkar mörk. Meira að segja Meat Loaf setti ástinni mörk. Spurningin um endalok covid hefur tekið breytingum síðustu vikur og er í dag orðin spurning um hvernig við lifum með covid, í einhverri mynd allavega, frekar en hvernig við lifum án covid. Við erum ekki komin með stjórn á þessum faraldri en við erum búin með margar orustur. Beinum sjónum okkar að því sem við vitum og getum stjórnað. Sýnum umburðarlyndi í garð hvors annars og fyrir ólíkum skoðunum. Enn sem komið er liggur ekki fyrir eitt rétt svar. Kannski hef ég ekki verið sanngjörn við Meat Loaf að einblína svona á þetta eina atriði sem hann var ekki tilbúinn að gera. Ég ætti frekar að horfa til þess sem skiptir máli í laginu þ.e. að hann var tilbúinn að gera allt annað. Ætli ég verði ekki að sætta mig við það að ég mun aldrei vita svarið. Eins verð ég líklega að sætta mig við það að ég veit ekkert hvenær covid verður búið. Höfundur er lögfræðingur.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun