Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþonsins liggja undir feldi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. júlí 2021 11:52 Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi Íþróttabandalags Reykjavíkur, segir að venjulega taki um fimmtán þúsund manns þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stjórnendur Íþróttabandalags Reykjavíkur skoða nú hvernig mögulegt sé að útfæra Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka með tilliti til hertra sóttvarnaaðgerða. Reykjavíkurmaraþonið var ekki haldið á síðasta ári vegna þágildandi sóttvarnaráðstafana. Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum. Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira
Silja Úlfarsdóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, segir starfsfólk Íþróttabandalagsins ennþá vera að meta stöðuna í samráði við almannavarnir. „Við erum eiginlega bara undir mjög stórum feldi með mjög mörgum að taka stöðuna á málinu.“ Reykjavíkurmaraþonið er stærsta hlaup ársins og á að fara fram þann 21. ágúst næstkomandi. Um 15 þúsund manns taka þátt í hlaupinu ár hvert en eins og kunnugt er kveða núgildandi sóttvarnaraðgerðir á um tvö hundruð manna fjöldatakmark. Núgildandi sóttvarnaraðgerðir gilda til 13. ágúst og mikil óvissa ríkir um hvað tekur við eftir það. „Við vorum ansi bjartsýn að geta haldið hlaupið í ár en við erum bara að skoða þetta. En við erum ennþá nokkuð bjartsýn.“ Reykjavíkurmaraþoninu var aflýst í fyrra sökum þágildandi sóttvarnaráðstafana. Hins vegar var blásið til átaksins Hlauptu þín leið! þar sem hlaupurum bauðst að hlaupa á eigin vegum og taka þátt í áheitasöfnun. Silja segir alls kyns teikningar vera uppi á borðunum hjá þeim en getur ekkert tjáð sig um það hvaða útfærslur það eru sem verið er að skoða. Það muni hins vegar koma í ljós von bráðar. „Draumurinn er náttúrlega að geta haldið maraþonið, af því að söfnunin skiptir svo gríðarlega miklu máli fyrir öll góðgerðafélögin.“ Silja segist þó ekki hafa fundið fyrir miklum áhyggjum hjá þeim hlaupurum sem hafa skráð sig til leiks í ár. „Ég held bara að fólk sé orðið ansi sjóað í þessu og viti að fólk gefur sér smá tíma til þess að taka ákvarðanir um svona hluti.“ Íþróttabandalag Reykjavíkur mun tilkynna ákvörðun sína á næstu dögum.
Reykjavíkurmaraþon Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Sjá meira