Átta hafa farist í gróðureldum í Tyrklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 09:54 Minnst átta hafa farist í gróðureldunum sem brenna í Tyrklandi. Getty/Omer Evren Atalay Átta hafa farist í gróðureldum sem hafa brunnið undanfarna fimm daga í suðurhluta Tyrklands. Tíu eru á sjúkrahúsi vegna eldanna. Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna. Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Meira en hundrað eldar hafa kviknað í Tyrklandi undanfarna daga en slökkviliðum hefur tekist að ráða niðurlögum meiri hluta þeirra. Eldar brenna þó enn í kring um bæina Manavgat og Marmaris. Íbúar hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín og ferðamönnum verið gert að yfirgefa hótel. Hópi ferðamanna og starfsmanna hótels í bænum Bodrum var bjargað á báti þegar eldarnir fóru að nálgast bæinn. Enn brenna um sex eldar á suðurströnd landsins. Fréttastofa Reuters greinir frá. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín frá því á miðvikudag og hefur tyrkneskt slökkvilið fengið aðstoð liða frá Rússlandi, Úkraínu, Íran og Aserbaídsjan. Þá sendi Evrópusambandið þrjár flugvélar, útbúnar slökkvitækjum, til Tyrklands í gær. Gróðureldar hafa brunnið víða í Suður-Evrópu undanfarnar vikur, til að mynda í Grikklandi þar sem slökkviliðsmenn hafa barist við gróðureldar í vesturhluta landsins. Fimmtán þurftu að leita heilbrigðisaðstoðar á sjúkrahúsum um helgina vegna öndunarörðuleika. Hitinn í Grikklandi hefur verið gríðarlegur undanfarna daga og náði 44 gráðum á mánudag og þriðjudag í síðustu viku. Þá hafa gróðureldar brunnið á Sikiley undanfarnar vikur og sögðu slökkviliðsmenn á laugardag að þeir hefðu glímt við gróðurelda nærri bænum Catania í tvo sólarhringa. Íbúar í bænum hafi þurft að yfirgefa heimili sín og hefur flugvellinum á svæðinu verið lokað tímabundið vegna eldanna.
Tyrkland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31 Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Gróðureldar í Tyrklandi eru þeir heitustu í sögunni Gríðarlegir gróðureldar geisa í Tyrklandi um þessar mundir. Gögn úr gervitunglum benda til þess að hiti eldanna sé fjórum sinnum hærri en hefur nokkurn tímann mælst í landinu. 31. júlí 2021 20:31
Gróðureldar brenna í Suður-Evrópu Miklir gróðureldar brenna nú víða í Suður-Evrópu og hafa hvassir vindar og mikill hiti ekki hjálpað til í baráttunni gegn eldtungunum. Á sama tíma heyja ríki í norðurhluta Evrópu enn baráttu við úrhellisrigningar og flóð. 26. júlí 2021 14:12