Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 18:48 Krystsina Tsimanouskaja tekur af sér andlitsgrímu áður en hún ræðir við blaðamenn á flugvellinum í Varsjá í Póllandi í dag. AP/Czarek Sokolowski Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún. Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Tsimanouskaja vakti heimsathygli þegar hún neitaði að láta senda sig heim til Hvíta-Rússlands af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hún var tekin úr liðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína á sunnudag. Hún leitaði verndar í pólska sendiráðinu og lenti í Varsjá í dag. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna segir Tsimanouskaja að fjölskyldan sín óttaðist að hún yrði send á geðdeild sneri hún aftur til Hvíta-Rússlands. Amma hennar hafi hringt í hana til að segja henni að koma ekki heim. „Amma hringdi í mig þegar þeir voru að aka mér á flugvöllinn. Ég hafði bókstaflega um tíu sekúndur. Hún hringdi í mig og það eina sem hún sagði mér var:„Gerðu það, komdu ekki aftur til Hvíta-Rússlands, það er ekki öruggt,““ segir hún. Ekki pólitísk Stjórn Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, hefur barið niður mótmæli sem brutust út eftir umdeildar forsetakosningar síðasta sumar af mikilli hörku. Tsimanouskaja, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að það kunni að hljóma kaldrannalegt í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir þjóð hennar síðasta árið en hún vildi aðeins keppa á Ólympíuleikunum og gera sitt besta. „Ég vildi komast í úrslitin og keppa um verðlaunapeninga,“ segir Tsimanouskaja. „Ég hef alltaf verið fjarri stjórnmálum, ég skrifaði ekki undir nein bréf og fór ekki á nein mótmæli, ég sagði ekkert gegn hvítrússnesku ríkisstjórninni,“ segir íþróttakonan. Bæði hún og eiginmaður hennar hafa nú fengið hæli af mannúðarástæðum í Póllandi en þarlend stjórnvöld hafa tekið við fjölda flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi. Tsimanouskaja segist þó vonast til þess að geta snúið aftur til heimalandsins fyrr en síðar. Ákvörðunin tekin „hátt uppi“ Um þá ákvörðun Ólympíunefndar Hvíta-Rússlands að senda hana heim af leikunum fyrir að gagnrýna það sem hún kallaði vanrækslu þjálfara liðsins segir Tsimanouskaja að ákvörðunin hafi verið tekin „hátt uppi“. Hún hafi tjáð þjálfara sínum að hún væri tilbúin að hlaupa 200 metra hlaupið á sunnudag. Nokkru síðar hafi yfirþjálfari og fulltrúi liðsins tjáð henni að búið væri að taka ákvörðun um að senda hana heim. Það hafi ekki verið þeirra ákvörðun en þeir þyrftu að framfylgja henni. Gáfu þeir henni fjörutíu mínútur til að pakka föggum sínum saman. Það kom þjálfurunum sem fylgdu henni á flugvöllinn í opna skjöldu þegar Tsimanouskaja leitaði til japanskra lögreglumanna um aðstoð. „Þeir bjuggust ekki við að ég gæti nálgast lögregluna á flugvellinum. Þeir halda að við séum hrædd við að gera nokkuð, að við séum hrædd við að tjá okkur, hrædd við að segja heiminum sannleikann. En ég er ekki hrædd,“ segir hún.
Hvíta-Rússland Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Pólland Tengdar fréttir Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56 Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01 Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19 Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Timanovskaya farin frá Japan og er á leið til Vínarborgar Spretthlauparinn Krystina Timanovskaya frá Belarús (Hvíta-Rússlandi), sem leitaði hælis í sendiráði Póllands á Ólympíuleikunum í Tókýó, er farin frá Japan. BBC greinir frá því að hún hafi flogið þaðan í morgun að japönskum tíma á leið til Vínarborgar. 4. ágúst 2021 06:56
Alþjóðaólympíunefndin krefst útskýringa af Hvíta-Rússlandi Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið Hvíta-Rússland um að skila inn skýrslu síðar í dag um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlaupara, sem flúði lið sitt og leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó, þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. 3. ágúst 2021 09:01
Tsimanouskaya komin með landvistarleyfi í Póllandi Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur sótt um pólitískt hæli í Póllandi og hefur þegar fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum og ætlar að fljúga til Póllands á næstu dögum. Tsimanouskaya er nú stödd í pólska sendiráðinu í Tókýó í Japan en hún var stödd þar til að keppa á Ólympíuleikunum. 2. ágúst 2021 13:19
Hvítrússneskur spretthlaupari neitar að láta senda sig heim Krystsina Tsimanouskaya var tekin úr hvítrússneska ólympíuliðinu fyrir að gagnrýna þjálfara sína. Hún hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðaólympíunefndarinnar enda segir hún að stjórnvöld séu að neyða hana til að fara til Hvíta-Rússlands. 1. ágúst 2021 19:17