Norðmaðurinn ungi setti Evrópu- og Ólympíumet er hann hlaut gull Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2021 12:30 Ingebrigtsen var magnaður í hlaupi dagsins. Patrick Smith/Getty Images Hinn tvítugi Jakob Ingebrigtsen hlaut í dag gull í 1500 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hann var aðeins tveimur sekúndum frá heimsmeti en bætti bæði Evrópu- og Ólympíumet með frábæru hlaupi. Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum. Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Ingebrigtsen tók forystuna í upphafi í mjög hröðu hlaupi í dag. Heimsmeistarinn Timothy Cheruiyot frá Kenýa fór hins vegar fram úr honum á öðrum hring og þeir tveir stungu af þegar leið á. Cheruiyot hélt forystunni allt þar til rúmir 100 metrar voru eftir. Þá fór Ingebrigtsen á fullt og fór fram úr Cheruiyot. Hann kom lang fyrstur í mark á nýju Evrópumeti og Ólympíumeti. Hann var þá ekki langt frá heimsmetinu. Cheruiyot stífnaði upp og var nálægt því að missa Bretann Josh Kerr sem tók mikinn sprett á lokametrunum en þeir komu í mark á nánast sama tíma. Tími Ingebrigtsens var 3:28,33. Hann var því rúmum tveimur sekúndum frá heimsmeti Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá 1998 upp á 3:26,00. Hann bætti hins vegar Ólympíumetið, sem var 3:31,65, um rúmar þrjár sekúndur. Cheriyot kom í mark á 3:29,01, aðeins fjórum hundruðustu á undan Josh Kerr sem kom í mark á 3:29,05. Ríkjandi heimsmeistarinn og silfurverðlaunahafi dagsins, Timothy Cheruiyot, óskar Ingebrigtsen til hamingju með árangurinn.Cameron Spencer/Getty Images Ingebrigtsen er annar Norðmaðurinn sem vinnur til gullverðlauna í frjálsum íþróttum á leikunum, á eftir grindahlauparanum Karsten Warholm sem vann 400 metra grindahlaup á nýju heimsmeti. Þá hlaut Eivind Henriksen silfur í sleggjukasti og verðlaun Norðmanna í frjálsum íþróttum á leikunum því þrjú talsins. Aðrir Norðmenn til að hljóta verðlaun á leikunum eru Kristian Blummenfelt sem fagnaði sigri í þríþraut, Anders Mol og Christian Sörum unnu gull í strandblaki, Kjetil Borch hlaut silfur í róðri og Hermann Tomasgaard hlaut brons í siglingum.
Hlaup Frjálsar íþróttir Noregur Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01 Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01 Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Sjá meira
Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. 4. ágúst 2021 23:01
Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. 3. ágúst 2021 08:01
Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996. 7. ágúst 2021 11:00