Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkisstjórn Andrés Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2021 12:01 „Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það þegar hún var kynnt í dag. Skýrslan er afdráttarlaus varðandi vísindin: Loftslagsbreytingar eru staðreynd, þær eru þegar farnar að hafa áhrif um allan heim og það þarf að grípa til aðgerða tafarlaust. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, notaði líkingu sem Íslendingar þekkja úr veðurfréttum til að lýsa stöðunni. Skýrslan væri í raun „rauð viðvörun fyrir mannkynið.“ Ein af niðurstöðum hennar er að fátt virðist geta komið í veg fyrir að hitastig jarðar hækki að jafnaði um 1,5 gráður innan tveggja áratuga. Það er miklu fyrr en fyrri skýrslur hafa gefið til kynna og ætti það að vera okkur vakning. Ekkert ríki er of smátt til að hafa áhrif á þessum tímapunkti, því það munar um hvert einasta tonn af gróðurhúsalofttegundum, enda hefur hvert einasta brot úr gráðu sem jörðin hlýnar áhrif á líf tugmilljóna manna. Guterres var ekkert feiminn við að benda á stærstu orsökina fyrir þeirri stöðu sem við erum í - óhóflega notkun og síaukið framboð jarðefnaeldsneytis - og sagði að skýrslan ætti að vera rothögg fyrir kola-, gas- og olíuiðnaðinn. Á sama tíma og ríki víða um heim stefna á fullri ferð á aukna vinnslu jarðefnaeldsneytis er Guterres skýr: „Ríkjum ber að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu.“ Þetta ætti auðvitað öllum að vera ljóst, en er samt eitthvað sem íslenskir stjórnarþingmenn treystu sér ekki til að segja í júní! Loftslag framtíðarinnar ræðst af aðgerðum nútíðarinnar og því þarf að gera allt - að beita öllum verkfærum sem við eigum, öllum á sama tíma - til að tryggja lífvænlega framtíð. Skýrsluhöfundar leggja enn og aftur ríka áherslu á að aðgerðir af okkar hálfu hafi aldrei verið jafn aðkallandi. Loftlagsbreytingarnar eiga sér stað á ógnvænlegum hraða um allan heim, eins og þau sem hafa fylgst með fréttum af skógareldum og hitametum á undanförnum vikum hafa ekki farið varhluta af. Við getum Þó svo að útlitið sé dökkt vekur skýrslan þó ákveðna von. Vísindin gefa til kynna að mannkynið geti þrátt fyrir allt unnið sig út úr þessum ógöngum. Til þess þurfi hins vegar stjórnmálafólk sem ekki aðeins áttar sig á því að við erum í ógöngum heldur er tilbúið að gera eitthvað í því. Píratar eru afdráttarlausir í þessum efnum. Loftslagsváin er ein stærsta áskorun mannkyns og kallar á miklar kerfisbreytingar. Ísland hefur alla burði til þess að vera í forystusveit ríkja sem berjast af alvöru gegn þessum breytingum með réttlátum og framsæknum aðgerðum. Kosningastefna Pírata í loftslagsmálum, sem unnin er í nánu samstarfi við fagfólk á þessu sviði, rímar við ákallið sem birtist í skýrslu dagsins - enda átta Píratar sig á stöðunni og eru tilbúin að gera eitthvað í henni. Græn umbreyting samfélagsins er almenningi til góðs og mikilvægt hagsmunamál komandi kynslóða. Meginábyrgð þess að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda liggur hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum. Við ætlum að skattleggja mengun fyrirtækja en valdefla einstaklinga, til dæmis með skýrari og betri upplýsingum sem auðvelda þeim að velja umhverfisvæna kosti. Umhverfisvæni valkosturinn á að vera aðgengilegur öllum óháð efnahag. Við þurfum í sameiningu að búa okkur undir þær áskoranir sem fylgja loftslagsbreytingum, auka tækifæri með menntun og þjálfun starfsfólks í nýjum greinum og tryggja réttlát umskipti fyrir öll. Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi - stærstu áskoranir heims fléttast saman í því að leysa loftslagsvandann, uppræta fátækt og tryggja efnahagslegt frelsi fólks. Við ætlum Við ætlum að setja markmið um að 55% samdrátt í heildarlosun fyrir árið 2030 miðað við 2020. Við ætlum gera það með sjálfstæðum markmiðum Íslands, frekar en að leggja minna af mörkum í skjóli sameiginlegra evrópskra markmiða eins og fráfarandi ríkisstjórn. Við ætlum að ná fram kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2035 og við ætlum að uppfæra allar áætlanir í loftslagsmálum í samræmi við nýjustu þekkingu. Við ætlum að banna olíuleit og vinnslu olíu í íslenskri lögsögu. Við ætlum að efla innviði fyrir orkuskipti í samgöngum, rafknúin og vistvænni farartæki af fjölbreyttu tagi og sköpum hvata til að auðvelda fólki að nýta sér þau. Þá ætlum við að setja skýra stefnu um hringrásarhagkerfi. Við ætlum að stórefla hvata fyrir græna nýsköpun, um allt land, og styðja sérstaklega við verkefni sem stuðla að auknum samdrætti í losun eða aukinni kolefnisbindingu. Við ætlum að efla skógrækt og landgræðslu. Við ætlum að hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu og forgangsraða smærri notendum. Við ætlum að gera allt þetta - og miklu meira til. Staðan sem upp er komin kallar á breytingar og við ætlum að breyta rétt. Skýrsla dagsins krefst þess. Heimurinn er á vendipunkti í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og íslenskir kjósendur geti sýnt það í september að þeir vilji ríkisstjórn sem taki stöðunni alvarlega. Ríkisstjórn sem er tilbúin í þær róttæku breytingar sem allt of lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Loftslagsmál Píratar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það þegar hún var kynnt í dag. Skýrslan er afdráttarlaus varðandi vísindin: Loftslagsbreytingar eru staðreynd, þær eru þegar farnar að hafa áhrif um allan heim og það þarf að grípa til aðgerða tafarlaust. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, notaði líkingu sem Íslendingar þekkja úr veðurfréttum til að lýsa stöðunni. Skýrslan væri í raun „rauð viðvörun fyrir mannkynið.“ Ein af niðurstöðum hennar er að fátt virðist geta komið í veg fyrir að hitastig jarðar hækki að jafnaði um 1,5 gráður innan tveggja áratuga. Það er miklu fyrr en fyrri skýrslur hafa gefið til kynna og ætti það að vera okkur vakning. Ekkert ríki er of smátt til að hafa áhrif á þessum tímapunkti, því það munar um hvert einasta tonn af gróðurhúsalofttegundum, enda hefur hvert einasta brot úr gráðu sem jörðin hlýnar áhrif á líf tugmilljóna manna. Guterres var ekkert feiminn við að benda á stærstu orsökina fyrir þeirri stöðu sem við erum í - óhóflega notkun og síaukið framboð jarðefnaeldsneytis - og sagði að skýrslan ætti að vera rothögg fyrir kola-, gas- og olíuiðnaðinn. Á sama tíma og ríki víða um heim stefna á fullri ferð á aukna vinnslu jarðefnaeldsneytis er Guterres skýr: „Ríkjum ber að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu.“ Þetta ætti auðvitað öllum að vera ljóst, en er samt eitthvað sem íslenskir stjórnarþingmenn treystu sér ekki til að segja í júní! Loftslag framtíðarinnar ræðst af aðgerðum nútíðarinnar og því þarf að gera allt - að beita öllum verkfærum sem við eigum, öllum á sama tíma - til að tryggja lífvænlega framtíð. Skýrsluhöfundar leggja enn og aftur ríka áherslu á að aðgerðir af okkar hálfu hafi aldrei verið jafn aðkallandi. Loftlagsbreytingarnar eiga sér stað á ógnvænlegum hraða um allan heim, eins og þau sem hafa fylgst með fréttum af skógareldum og hitametum á undanförnum vikum hafa ekki farið varhluta af. Við getum Þó svo að útlitið sé dökkt vekur skýrslan þó ákveðna von. Vísindin gefa til kynna að mannkynið geti þrátt fyrir allt unnið sig út úr þessum ógöngum. Til þess þurfi hins vegar stjórnmálafólk sem ekki aðeins áttar sig á því að við erum í ógöngum heldur er tilbúið að gera eitthvað í því. Píratar eru afdráttarlausir í þessum efnum. Loftslagsváin er ein stærsta áskorun mannkyns og kallar á miklar kerfisbreytingar. Ísland hefur alla burði til þess að vera í forystusveit ríkja sem berjast af alvöru gegn þessum breytingum með réttlátum og framsæknum aðgerðum. Kosningastefna Pírata í loftslagsmálum, sem unnin er í nánu samstarfi við fagfólk á þessu sviði, rímar við ákallið sem birtist í skýrslu dagsins - enda átta Píratar sig á stöðunni og eru tilbúin að gera eitthvað í henni. Græn umbreyting samfélagsins er almenningi til góðs og mikilvægt hagsmunamál komandi kynslóða. Meginábyrgð þess að draga úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda liggur hjá stjórnvöldum og fyrirtækjum. Við ætlum að skattleggja mengun fyrirtækja en valdefla einstaklinga, til dæmis með skýrari og betri upplýsingum sem auðvelda þeim að velja umhverfisvæna kosti. Umhverfisvæni valkosturinn á að vera aðgengilegur öllum óháð efnahag. Við þurfum í sameiningu að búa okkur undir þær áskoranir sem fylgja loftslagsbreytingum, auka tækifæri með menntun og þjálfun starfsfólks í nýjum greinum og tryggja réttlát umskipti fyrir öll. Baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi - stærstu áskoranir heims fléttast saman í því að leysa loftslagsvandann, uppræta fátækt og tryggja efnahagslegt frelsi fólks. Við ætlum Við ætlum að setja markmið um að 55% samdrátt í heildarlosun fyrir árið 2030 miðað við 2020. Við ætlum gera það með sjálfstæðum markmiðum Íslands, frekar en að leggja minna af mörkum í skjóli sameiginlegra evrópskra markmiða eins og fráfarandi ríkisstjórn. Við ætlum að ná fram kolefnishlutleysi ekki síðar en árið 2035 og við ætlum að uppfæra allar áætlanir í loftslagsmálum í samræmi við nýjustu þekkingu. Við ætlum að banna olíuleit og vinnslu olíu í íslenskri lögsögu. Við ætlum að efla innviði fyrir orkuskipti í samgöngum, rafknúin og vistvænni farartæki af fjölbreyttu tagi og sköpum hvata til að auðvelda fólki að nýta sér þau. Þá ætlum við að setja skýra stefnu um hringrásarhagkerfi. Við ætlum að stórefla hvata fyrir græna nýsköpun, um allt land, og styðja sérstaklega við verkefni sem stuðla að auknum samdrætti í losun eða aukinni kolefnisbindingu. Við ætlum að efla skógrækt og landgræðslu. Við ætlum að hverfa frá ósjálfbærri stóriðjustefnu og forgangsraða smærri notendum. Við ætlum að gera allt þetta - og miklu meira til. Staðan sem upp er komin kallar á breytingar og við ætlum að breyta rétt. Skýrsla dagsins krefst þess. Heimurinn er á vendipunkti í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og íslenskir kjósendur geti sýnt það í september að þeir vilji ríkisstjórn sem taki stöðunni alvarlega. Ríkisstjórn sem er tilbúin í þær róttæku breytingar sem allt of lengi hefur verið beðið eftir. Höfundur er þingmaður Pírata.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun