Sjálfstæðisflokkurinn er jaðarflokkur Gunnar Smári Egilsson skrifar 10. ágúst 2021 07:04 Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt. Sjálfstæðisflokkurinn er baráttutæki hinna fáu ríku og valdamiklu og er ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings. Flokkurinn sækir ekki lengur sterka stöðu sína í íslenskum stjórnmálum til kjósenda heldur fyrst og fremst til þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið, sem stendur að baki Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokksfólk er sérstök tegund Þetta má sýna með fjölda gagna. Við skulum skoða eitt dæmi. Á mánudag voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar lýðræðisfélagsins Öldu á afstöðu landsmanna til kvótakerfisins. Þar kom fram að aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir með kvótakerfið en 78% kjósenda annarra flokka samanlagt. Þar kom fram að 75% kjósenda annarra flokka taldi lýðræðinu stafa hætta af kvótakerfinu en aðeins 23% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram að 65% kjósenda annarra flokka var fylgjandi því að á komandi kjörtímabili yrði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, til dæmis með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru því fylgjandi. Eins og sjá má af þessu er Sjálfstæðisflokksfólk sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning. Sækir ekki umboð til almennings heldur auðs Og þá komum við af vandanum. Þessi tegund af fólki, Sjálfstæðisflokksfólk, stjórnar svo til öllu á Íslandi. Ríkisvaldið, löggjafinn, dómstólar, löggæsla, fjölmiðlar og svo til hver einasta deild samfélagsins er mótuð eftir vilja þessa fólks. Flestar áhrifastöður eru skipaðar Sjálfstæðisflokksfólki. Ísland er eins og það er vegna þess að Sjálfstæðisflokksfólk hefur haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum, í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra. Þessi staða byggir ekki á kjörfylgi. Í síðustu kosningum kusu 25% þeirra sem mættu á kjörstað þennan flokk. Það eru um 20% kosningabærra manna. Það er minna fylgi en Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengu. Ef við skoðum skoðanakannanir þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins um 20-25% í dag. Það er álíka og samanlagt fylgi Pírata og Samfylkingar. Ef við bærum saman fyrirferð þessara flokka í samfélagsumræðunni og innan stofnana samfélagsins við drottnandi stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá eru þessir flokkar aðeins brot af Sjálfstæðisflokknum. Hugmyndir þeirra og afstaða vigta ekki eins mikið. Þeir eru í aukahlutverki í leikriti sem er samið og sett upp af Sjálfstæðisflokknum. Og hver er ástæðan? Hún er auðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þjónar. Fjölmiðlar og forysta annarra flokka, svo til allar stofnanir samfélagsins, beygja sig fyrir auðnum. Það er ríkjandi hugmynd í samfélaginu að ríki karlinn eigi að fá meira pláss en annað fólk. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess. Að svíkja kjósendur sína Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks. Þótt 20-25% kjósenda fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum þá þjónar flokkurinn aðeins hluta af þessu fólki, þeim allra ríkustu. Stærsti hluti fylgjenda flokksins er fólk sem er á engan hátt auðugt en finnst af einhverjum ástæðum snjallt að vera í liði hinna ríku. Kannski finnst einhverjum ástæða til að hneykslast á þessu fólki, en nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu. Þegar Samfylkingin var stofnuð var yfirlýst markmið hennar að sameina vinstri menn og verða öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrsta ríkisstjórn Samfylkingarinnar var samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skrítið mótvægi það. Og skrítin sameining. Fyrir fáeinum misserum kynnti Vinstri hreyfingin grænt framboð sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Vg er nú í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur öll tögl og allar hagldir. Skrítnir andstæðingar þar. Milli þess sem þessir flokkar hafa borið Sjálfstæðisflokkinn til valda hafa Björt framtíð og Viðreisn tryggt Sjálfstæðisflokknum völd og allar útgáfur Framsóknar, Miðflokksútgáfan talin með. Það er ekkert að kjósendum Það má heyra eftir flestar kosningar og kannanir undrunaróp stuðningsfólks marga flokka yfir því hversu mikinn stuðning Sjálfstæðisflokkurinn fær. Það er hins vegar ekkert skrítið að 20-25% fólk skuli halla sér upp að auðnum í von að fá notið einhvers af honum. Það er á engan hátt vandamál og það má vel lifa við það. Svona er einu sinni mannlegt eðli. Vandi okkar er sú að forysta annarra flokka, sem fyrir kosningar lætur sem hún ætli að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, leiðir hagsmunaklíku hinna fáu ríku og valdamiklu til valda eftir kosningar. Það er ekkert að kjósendum. 75 prósent þeirra kjósa ekki hinn undarlega Sjálfstæðisflokk sem er á skjön við meginþorra almennings í svo til öllum málum. Það er hins vegar eitthvað stórkostlegt að forystu þeirra flokka sem færa Sjálfstæðisflokknum ætíð völdin svo hann geti byggt upp samfélag sem 75 landsmanna er ósáttur við. Vandi íslenskra stjórnmála eru linnulaus svik stjórnmálanna við þessa kjósendur. Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um. Við þurfum að leiðrétta þetta í kosningunum í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og leiðir lista flokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn fjöldahreyfing, en flokkurinn er það ekki lengur. Forysta flokksins talar ekki lengur máli breiðs hóps og kjósendur flokksins endurspeglar ekki almenning á nokkurn hátt. Sjálfstæðisflokkurinn er baráttutæki hinna fáu ríku og valdamiklu og er ekki í neinum tengslum við meginþorra almennings. Flokkurinn sækir ekki lengur sterka stöðu sína í íslenskum stjórnmálum til kjósenda heldur fyrst og fremst til þjónkunnar forystu annarra flokka við auðvaldið, sem stendur að baki Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokksfólk er sérstök tegund Þetta má sýna með fjölda gagna. Við skulum skoða eitt dæmi. Á mánudag voru birtar niðurstöður skoðanakönnunar lýðræðisfélagsins Öldu á afstöðu landsmanna til kvótakerfisins. Þar kom fram að aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru óánægðir með kvótakerfið en 78% kjósenda annarra flokka samanlagt. Þar kom fram að 75% kjósenda annarra flokka taldi lýðræðinu stafa hætta af kvótakerfinu en aðeins 23% kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram að 65% kjósenda annarra flokka var fylgjandi því að á komandi kjörtímabili yrði kvótakerfinu breytt með lýðræðislegum aðferðum, til dæmis með slembivöldu borgaraþingi og þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðeins 25% kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru því fylgjandi. Eins og sjá má af þessu er Sjálfstæðisflokksfólk sérstök tegund á Ísland, algjörlega á skjön við allan almenning. Sækir ekki umboð til almennings heldur auðs Og þá komum við af vandanum. Þessi tegund af fólki, Sjálfstæðisflokksfólk, stjórnar svo til öllu á Íslandi. Ríkisvaldið, löggjafinn, dómstólar, löggæsla, fjölmiðlar og svo til hver einasta deild samfélagsins er mótuð eftir vilja þessa fólks. Flestar áhrifastöður eru skipaðar Sjálfstæðisflokksfólki. Ísland er eins og það er vegna þess að Sjálfstæðisflokksfólk hefur haft vald til að móta samfélagið eftir eigin hugmyndum, í það minnsta neitunarvald á tillögur annarra. Þessi staða byggir ekki á kjörfylgi. Í síðustu kosningum kusu 25% þeirra sem mættu á kjörstað þennan flokk. Það eru um 20% kosningabærra manna. Það er minna fylgi en Píratar, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengu. Ef við skoðum skoðanakannanir þá mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins um 20-25% í dag. Það er álíka og samanlagt fylgi Pírata og Samfylkingar. Ef við bærum saman fyrirferð þessara flokka í samfélagsumræðunni og innan stofnana samfélagsins við drottnandi stöðu Sjálfstæðisflokksins, þá eru þessir flokkar aðeins brot af Sjálfstæðisflokknum. Hugmyndir þeirra og afstaða vigta ekki eins mikið. Þeir eru í aukahlutverki í leikriti sem er samið og sett upp af Sjálfstæðisflokknum. Og hver er ástæðan? Hún er auðurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn þjónar. Fjölmiðlar og forysta annarra flokka, svo til allar stofnanir samfélagsins, beygja sig fyrir auðnum. Það er ríkjandi hugmynd í samfélaginu að ríki karlinn eigi að fá meira pláss en annað fólk. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess. Að svíkja kjósendur sína Þessi brenglaða afstaða, að geta ekki virt allar manneskjur jafn mikilvægar heldur meta fólk eftir ríkidæmi sínu eða skorti á því, veldur því að íslenskt samfélag er byggt upp kringum hagsmunum mikils minnihluta fólks. Þótt 20-25% kjósenda fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum þá þjónar flokkurinn aðeins hluta af þessu fólki, þeim allra ríkustu. Stærsti hluti fylgjenda flokksins er fólk sem er á engan hátt auðugt en finnst af einhverjum ástæðum snjallt að vera í liði hinna ríku. Kannski finnst einhverjum ástæða til að hneykslast á þessu fólki, en nær væri að hneykslast á forystu þeirra flokka sem eru samansettir af allt öðru vísi fólki en Sjálfstæðisflokkurinn, fólki með gerólíka lífsafstöðu og skoðanir á öllum málum, en sem færa Sjálfstæðisflokknum völd þvert á vilja sinna kjósenda. Færa honum völd svo hann geti haldið áfram að móta samfélagið út frá hagsmunum hinna allra ríkustu. Þegar Samfylkingin var stofnuð var yfirlýst markmið hennar að sameina vinstri menn og verða öflugt mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Fyrsta ríkisstjórn Samfylkingarinnar var samsteypustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Skrítið mótvægi það. Og skrítin sameining. Fyrir fáeinum misserum kynnti Vinstri hreyfingin grænt framboð sig sem höfuðandstæðing Sjálfstæðisflokksins. Vg er nú í ríkisstjórn þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur öll tögl og allar hagldir. Skrítnir andstæðingar þar. Milli þess sem þessir flokkar hafa borið Sjálfstæðisflokkinn til valda hafa Björt framtíð og Viðreisn tryggt Sjálfstæðisflokknum völd og allar útgáfur Framsóknar, Miðflokksútgáfan talin með. Það er ekkert að kjósendum Það má heyra eftir flestar kosningar og kannanir undrunaróp stuðningsfólks marga flokka yfir því hversu mikinn stuðning Sjálfstæðisflokkurinn fær. Það er hins vegar ekkert skrítið að 20-25% fólk skuli halla sér upp að auðnum í von að fá notið einhvers af honum. Það er á engan hátt vandamál og það má vel lifa við það. Svona er einu sinni mannlegt eðli. Vandi okkar er sú að forysta annarra flokka, sem fyrir kosningar lætur sem hún ætli að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi, leiðir hagsmunaklíku hinna fáu ríku og valdamiklu til valda eftir kosningar. Það er ekkert að kjósendum. 75 prósent þeirra kjósa ekki hinn undarlega Sjálfstæðisflokk sem er á skjön við meginþorra almennings í svo til öllum málum. Það er hins vegar eitthvað stórkostlegt að forystu þeirra flokka sem færa Sjálfstæðisflokknum ætíð völdin svo hann geti byggt upp samfélag sem 75 landsmanna er ósáttur við. Vandi íslenskra stjórnmála eru linnulaus svik stjórnmálanna við þessa kjósendur. Svik flokka sem snúa að kjósendum í aðdraganda kosninga en sem snúa sér að auðvaldinu strax eftir kosningar og spyrja hvernig þeir geti þjónað því sem best. Þetta eru raunveruleg svik, djúp persónuleg svik sem hafa svipt meginþorra almennings því samfélag sem það vill og á skilið. Þröngvað upp á fólk samfélagi sem það kærir sig ekki um. Við þurfum að leiðrétta þetta í kosningunum í haust. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og leiðir lista flokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar