Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:56 Fjármála- og efnahagsráðherra segist vænta þess að allir sem vinna að heilbrigðismálum vilji að öll sín mikla vinna skili sér í sem mestri framleiðni. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira