Viðvörunarbjöllur hringja Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 07:30 Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Samfylkingin Heilbrigðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum er það á ábyrgð ríkisins að veita öllum heilbrigðisþjónustu en eins og við vitum er staðreyndin sú að því lengra sem farið er frá höfuðborgarsvæðinu þeim mun minni verður þjónustan. Þetta þekkjum við landsbyggðafólkið vel. Líklega of vel. Á síðustu árum hafa sveitarfélög eflt heilbrigðisþjónustu sína, m.a. með aukinni fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum í skólum og félagsþjónustu. Ríkið hefur eflt geðheilbrigðisþjónustu í gegnum heilsugæsluna og það er vel. En meira þarf til. Nýtum við mannauðinn? Það er óumdeilt að við erum með öflugt starfsfólk hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum sem sinnir margs konar heilbrigðisþjónustu. Við eigum mikinn mannauð en spurningin er og hefur verið lengi: Erum við að nýta hann til fulls? Því miður er það svo að stjórnun þessa málaflokks er oft á tíðum ábótavant, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þetta lýsir sér t.d. í takmörkuðum úrræðum og löngum og óskýrum boðleiðum. Þá er oft til staðar sérþekking í landinu sem stendur fólki landsbyggðanna ekki til boða og rauði þráðurinn sem liggur í gegnum þetta allt saman er svo skortur á fjármagni. Tveggja ára bið eftir þjónustu Hvergi er þetta jafn greinilegt og þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Því miður er það svo – og hefur verið alla tíð – að geðsjúkdómar og meðhöndlun þeirra er ekki litin sömu augum og meðferð annarra meinsemda. Mikilvægi réttrar greiningar verður ekki ofmetið þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda, sama má segja um stutta biðtíma og aðgang að réttum úrræðum. Þetta getur einfaldlega verið spurning um líf og dauða og því er skelfilegt til þess að vita að á barna- og unglingageðdeild (BUGL) er átta mánaða bið eftir þjónustu og um 150 börn á biðlista. Þá hafa um 340 börn og ungmenni verið á biðlista hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og þar er tveggja ára bið. Það er hreinlega ekki boðlegt í litlu og ríku landi sem vill skilgreina sig sem norrænt velferðarríki. Viðvörunarbjöllur hringja Lýðheilsuvísar, aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, eru ágætis mælistika á það hvernig við stöndum okkur þegar kemur að heilbrigðismálum. Hér eru nokkrar staðreyndir um geðheilbrigðismál á Norður- og Austurlandi sem ættu að hringja viðvörunarbjöllum hjá stjórnvöldum: Notkun þunglyndislyfja er ekki gefin upp í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) en upplýsingar frá árunum 2017 til 2020 sýna að á landsvísu var notkunin mest á Austurlandi og næstmest á Norðurlandi. Í nýjustu gögnunum (frá árinu 2021) kemur fram að einmanaleiki fullorðinna mældist mestur á Austurlandi. Á árunum 2019 og 2021 kemur fram að andleg heilsa framhaldsskólanema á Norðurlandi er lakari en annars staðar á landinu. Árið 2019 var þunglyndislyfjanotkun kvenna mest á landinu á Austurlandi (það sýna einnig eldri gögn) og meðal karla mest á Norðurlandi. Sem fyrr segir er þunglyndislyfjanotkun ekki gefin upp í nýjustu gögnunum frá landlækni. Því miður hringja ýmsar viðvörunarbjöllur við lestur þessara talna. Flest bendir til að notkun þunglyndislyfja sé óvenjumikil á Austur- og Norðurlandi og það er nauðsynlegt fyrir stefnumótun í þessum málaflokki að öll gögn liggi fyrir og séu aðgengileg almenningi. Úrræði fyrir alla - óháð búsetu En fyrir mikilli lyfjagjöf á Norður- og Austurlandi er mjög líklega ein veigamikil orsök: Skortur á öðrum geðheilbrigðisúrræðum. Og það er grafalvarlegt. Samfylkingin vill halda uppi sterkri almennri velferðar- og heilbrigðisþjónustu á Íslandi til að uppfylla kröfur okkar og hugsjónir um félagslegt réttlæti. Það er réttlætismál að börn og ungmenni þurfi ekki að borga fyrir geðheilbrigðisþjónustu og það munum við í Samfylkingunni berjast fyrir. Geðheilbrigðismál þarf að taka alvarlega, ekki síst á landsbyggðunum þar sem gögnin benda til að staðan fari versnandi ár frá ári. Það er gríðarlega mikilvægt að bæta aðgengi að þjónustu sem við eigum öll rétt á og löngu tímabært að þróa og innleiða ný úrræði sem nýtast öllum þeim börnum og fjölskyldum sem á þurfa að halda óháð búsetu. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og skipar þriðja sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar