Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 15:39 Hitamælirinn sýndi 107°F í borginni Ólympíu í Washington-ríki í hitabylgjunni 28. júní. Það er um 41,7°C. Fjöldi fólks lét lífið í hitanum. AP/Ted S. Warren Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá. Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16