Telja hundruð til viðbótar hafa látist í hitabylgju Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2021 15:39 Hitamælirinn sýndi 107°F í borginni Ólympíu í Washington-ríki í hitabylgjunni 28. júní. Það er um 41,7°C. Fjöldi fólks lét lífið í hitanum. AP/Ted S. Warren Þrefalt fleiri dauðsföll urðu þegar öflug hitabylgja gekk yfir norðvesturríki Bandaríkjanna í júní en yfirvöld hafa hafa rakið til hitans. Líklegt er að mannfallið í hitabylgjunni hafi því verið enn meira en greint hefur verið frá. Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram. Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Hitametum var víða splundrað í hitabylgjunni í Oregon og Washington í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada í júní þegar hitinn fór víða vel yfir 40°C. Svæðin eiga það sameiginlegt að íbúar þar eru ekki vanir slíkum hita og fæstir eru með loftkælingu heima hjá sér. Í Washington-ríki hafa yfirvöld opinberlega rakið 95 dauðsföll til hitans í vikunni sem hitabylgjan gekk yfir. Í Oregon eru þau talin hafa verið 96 til þessa. Inni í þeim tölum er fólk sem er talið hafa látist af hitaslagi en mögulega eru margir vantaldir sem hitinn dró til dauða. Í Washington létust tæplega 450 fleiri en vanalega og nærri því 160 í Oregon. Greining New York Times á svonefndum „umframdauðsföllum“, fjölda dauðsfalla sem er hærri en vænta mætti, á svæðinu bendir til þess að raunverulegur fjöldi látinna sé mun hærri. Um 600 fleiri dauðsföll urðu en vanalega í ríkjunum tveimur. Aðeins 60 dauðsföll voru rakin til Covid-19 á tímabilinu. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að sú tala sé ekki endanleg og hún gæti hækkað á næstu vikum þegar nýjar upplýsingar berast frá ríkjunum. Umframdauðsföllinn í hitabylgjuvikunni voru þó mun fleiri en í nokkurri viku kórónuveirufaraldursins. Engu að síður segir Greg Wellenius, prófessor í umhverfisheilbrigðisfræði við Háskólann í Boston, að greining bandaríska blaðsins sé í fullu samræmi við það sem vitað er um að langavarandi hiti sé hættulegur og geti leitt til umframdauðsfalla. „Þegar það er mjög heitt úti fjölgar sannarlega dauðsföllum vegna hitaslags en dauðsföllum vegna alls konar annarra sjúkdóma fjölgar einnig,“ segir Kate Weinberger, umhverfisfaraldsfræðingur við Háskólann í Bresku Kólumbíu, við blaðið. Hitinn geti þannig meðal annars dregið fólk með hjarta- og æðasjúkdóma og öndunarfærasjúkdóma til dauða. Í viðbragðsstöðu vegna nýrrar hitabylgju Önnur hitabylgja gengur nú yfir norðvesturríkin og stóran hluta Bandaríkjanna. Viðvörun vegna hita er í gildi í Seattle í Washington fram á laugardagskvöld en þar hafa yfirvöld opnað kælistöðvar og borgarstarfsmenn eru í viðbragðsstöðu til að takast á við skemmdir á innviðum. Í Portland í Oregon náði hitinn 39°C í gær og átti hann að verða enn meiri í dag og á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Yfirvöld þar reyna nú að huga að viðkvæmum hópum eins og heimilislausum sem urðu illa úti í hitabylgjunni fyrr í sumar. Vísindaleg greining á hitabylgjunni bendir til þess að nærri útilokað sé að hún hefði orðið svo öflug ef ekki væri fyrir hnattræna hlýnun af völdum manna. Í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út á mánudag kom fram að meiri vissa sé nú um tengsl hnattrænnar hlýnunar og vaxandi veðuröfga eins og hitabylgna. Áætlað er að hitabylgjur sem áttu sér stað um það bil einu sinni á áratug á árunum 1850 til 1900 þegar menn höfðu ekki áhrif á loftslag jarðar séu nú tæplega þrefalt tíðari og meira en einni gráðu hlýrri vegna þeirrar hlýnunar sem þegar hefur átt sér stað. Tíðni og ákafi hitabylgna eigi eftir að aukast enn haldi hlýnun jarðar áfram.
Náttúruhamfarir Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39 Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47 Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Kviknað í bænum eftir röð hitameta Íbúum bæjarins Lytton í Bresku-Kólumbíu í Kanada var skipað að flýja heimili sín vegna gróðurelda sem geisa þar í gær. Met yfir hæsta hita sem mælst hefur í Kanada hefur verið slegið nokkrum sinum í bænum undanfarna daga og náði hitinn mest tæpum 50°C. 1. júlí 2021 08:39
Dagsgömlum hitametum splundrað Heitasti dagurinn skæðrar hitabylgju sem gengur yfir vesturströnd Norður-Ameríku splundraði hitametum sem voru varla sólarhringsgömul í gær. Í Kanada mældist hitinn 47,9°C í þorpinu Lytton sem er hæsti hiti sem hefur nokkru sinni mælst í landinu. 29. júní 2021 08:47
Hitamet falla í heiftarlegri hitabylgju Svæsin hitabylgja gengur nú yfir norðvestur Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og hafa hitamet þegar verið slegin á nokkrum stöðum um helgina. Viðvaranir hafa verið gefnar út vegna lífshættulegs hita. 27. júní 2021 20:16