Gríska undrið fékk kveðju frá átrúnargoðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. ágúst 2021 09:00 Giannis ætlaði sér ekki alltaf að verða körfuboltamaður. Jonathan Daniel/Getty Images Giannis Antetokounmpo, gríska undrið, varð í vor meistari í NBA-deildinni í körfubolta með liði sínu Milwaukee Bucks. Hann vildi þó á sínum tíma alltaf verða atvinnumaður í fótbolta en faðir hans spilaði fótbolta þegar Giannis var ungur. Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Giannis kemur frá Grikklandi en foreldrar hans flúðu þangað á sínum tíma frá Nígeríu. Hann hafði lítinn áhuga á körfubolta þangað til á táningsárunum og þá fóru hjólin að snúast. Hann kom inn í NBA-deildina árið 2013 og varð nú í vor loksins meistari með Milwaukee Bucks ásamt því að vera valinn verðmætasti leikmaður úrslita einvígisins. Hann fékk nýverið skilaboð frá átrúnargoði sínu, fyrrverandi knattspyrnumanninum Thierry Henry sem er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins. Hann varð á sínum tíma heims- og Evrópumeistari með Frakklandi ásamt því að vinna fjölda titla með Arsenal og Barcelona. Henry sendi Giannis skemmtilega kveðju þar sem hann hrósaði Grikkjanum fyrir árangur sinn og að hafa loksins náð markmiðum sínum, að verða meistari. „Ég man eftir því þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir að vera meistari einn daginn og þú myndir gera allt sem í valdi þínu stæði til að verða meistari. Nú hefur loksins náð því, ég er viss um að þú vitir nú að það er ekki hvernig þú dettur heldur hvernig þú stendur upp. Þú hefur gert það fyrir borgina þína, liðið þitt og sjálfan þig. Þeir reyndu að halda þér niðri en þú hlustaðir ekki á hávaðann og tókst að koma með titilinn, loksins, aftur til Milwaukee. Njóttu vel og sjáumst við tækifæri meistari,“ sagði Henry í kveðju sinni. We surprised @Giannis_An34 with a special congratulatory message from his childhood idol, @Arsenal legend, Thierry Henry: pic.twitter.com/HPOKJwBTkX— Milwaukee Bucks (@Bucks) August 12, 2021 „Þetta er brjálað maður. Ég vildi vera eins og hann þegar ég var yngri, því pabbi minn var að spila fótbolta. Svo varð ég ástfanginn af körfubolta. Að fá skilaboð frá honum er samt frábært. Að fá svona skilaboð frá goðsögn, það er stórt.“ „Thierry, þakka þér kærlega fyrir ef þú sérð þetta myndband,“ sagði Giannis að lokum. Thierry Henry er í dag aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins eftir farsælan feril sem leikmaður.EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER
Körfubolti Fótbolti NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira