Mælaborðið logar Steinarr Lár skrifar 13. ágúst 2021 20:08 Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar. Rafkerfið í fyrsta bílnum mínum var litlu flóknara en dýnamór í reiðhjóli. Það var aðeins eitt ljós í mælaborðinu sem ég hræddist, bensínljósið. Í dag eru DTC bilana kóðar sem finnast í mælaborði bifreiða orðnir 5000 talsins. 70% af bilunum bifreiða eru reknar til bilana í skynjurum og tölvum. Bílar eru í dag flóknir og aðeins rafleiðslurnar í einum Skoda Octavia um 100kg að þyngd. Margar tölvur eru í bílum og engin þeirra hönnuð fyrir íslenska veðráttu. Fyrsti bíllinn minn var ekki beint hljóðlátur en sem betur fer talaði hann ekki við mig. Það var ágætt, bílar segja engar skemmtisögur. Í dag á ég mér óteljandi ferðir á bensínstöðvar þar sem bíllinn minn er með þráhyggju fyrir því að loftþrýstingurinn í hægra framhjólinu sé lífshættulegur. Þrýstingurinn reynist þó alltaf réttur, og það þrátt fyrir að hafa skipt tvisvar um skynjarann. Bíllinn rúllar alltaf fínt. Aðeins pláss fyrir eina skoðun Fyrir 20 árum voru ekki appelsínugular veðurviðvaranir. Það voru ekki fjólubláar mælingar um gosmengun, rauðar mælingar á farsóttum eða A stigs snjóflæðahætta. Lesandi fréttir umbúðalaust munu jafnvel okkar kærulausustu sálir hætta að fara út. Því mælaborð samfélagsins logar stöðugt. Fréttamenn læsa okkur við skjáinn fullum af ótta við stöðuga ógn. Facbook er síðan orðið að hugsanalöggu að hætti Orwell. Þar er aðeins pláss fyrir eina einstrengislega skoðun góða fólksins sem talar bara á innsoginu. En hvar endar þetta allt saman. Mögulega mun þurfa að færa allt skólastarf yfir á sumrin til að börnin komist í skólann sökum veðurs. Kannski munum við að endingu einangra alla yfir 70 ára aldur eins og John Travolta í myndinni „The boy in the plastic bubble“ frá 1976? Kannski verður Almar ríkur á því að selja hönnun sína og reynslu af kassanum? Frumskógur laga og reglugerða Á hinum ofurupplýstum tímum verða minnstu frávik samfélagsins að forsíðufrétt og við verðum auðvitað að bregðast við. Breyta lögum og litakóða ógnina. Aldrei í sögu mannkyns höfum við verið jafn örugg en um leið aldrei verið jafn kvíðin. Titill kvikmyndarinnar „Andið eðlilega“ eftir Ísöld Uggadóttur hefur myndað alveg nýja merkingu í nútímanum þar sem ég má bara hreint ekki anda eðlilega í kringum fólk. Ég má heldur ekki nýta borgaralegan rétt minn til að brosa til samborgara minna. Ég er allt í einu í hlutgerfi skurðlæknis með grímu í framan og sprittaðar hendur. Ég er ennþá að fara úr skónum áður en ég fer í flugvél. Allt af því að einhverjum nöttara tókst ekki að koma skósprengju í áætlanaflug árið 2001. Ég lét það pirra mig þá, en sé núna að það voru good times. Þá mátti fara í flugvél. Kannski fer ég aldrei í flugvél aftur. Kannski lækkar hámarkshraði bifreiða niður í 30 og okkur gert að vera með kjálkahjálm í 5 punkta belti undir stýri. Ég veit það ekki. Ég veit bara að fjöldi laga og reglugerða hafa margfaldast síðan ég fæddist. Ég reyndi framan af að fara eftir þeim öllum en gafst upp síðar. Ég geri bara eins og kínverjarnir sem hafa bannað Orwell og aðra eins öfga byltingarsinna. Ég geri bara mitt, og biðst svo einlægrar afsökunar ef ég misstíg mig á gaddavír laganna. Því í Kína borgar sig ekki að biðja um leyfi, tölvan segir alltaf nei. Að lifa þar til ég dey Eina leiðin til einhvers frelsis er að gera sitt og vera svo með auðmjúkar afsakanir á lager. Í myndinni Demolition Man blótaði Silvester Stallone þegar honum vantaði klósett pappír eftir að hafa vaknað í útópíu góða fólksins. Þar sem öllu og þar á meðal tungumálinu var stjórnað. Og kannski fæ ég móralska sekt á Facebook fyrir að skrifa þessa stafi. En ég hef ennþá málfrelsi, good times! Við getum reynt að ferkanta heiminn með reglum og lögum. En við lifum á kringlóttri pláhnetu og í heiminum er engin bein lína. Hún er aðeins til í stærðfræði undir jöfnunni y = mx + c. Heimurinn er lævís og ekki duga allir litir regnbogans til kóða óvissunna. Leyfum frávikum bara að vera frávik. Þegar utangarðsmenn sungu lagið Hiroshima sögðu þeir okkar að „Þið munið öll deyja, þið munið öll, þið munið öll deyja!“ Það var auðvitað rétt hjá þeim, en mættum við biðja um að fá að lifa þangað til? Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Fréttir af flugi Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar. Rafkerfið í fyrsta bílnum mínum var litlu flóknara en dýnamór í reiðhjóli. Það var aðeins eitt ljós í mælaborðinu sem ég hræddist, bensínljósið. Í dag eru DTC bilana kóðar sem finnast í mælaborði bifreiða orðnir 5000 talsins. 70% af bilunum bifreiða eru reknar til bilana í skynjurum og tölvum. Bílar eru í dag flóknir og aðeins rafleiðslurnar í einum Skoda Octavia um 100kg að þyngd. Margar tölvur eru í bílum og engin þeirra hönnuð fyrir íslenska veðráttu. Fyrsti bíllinn minn var ekki beint hljóðlátur en sem betur fer talaði hann ekki við mig. Það var ágætt, bílar segja engar skemmtisögur. Í dag á ég mér óteljandi ferðir á bensínstöðvar þar sem bíllinn minn er með þráhyggju fyrir því að loftþrýstingurinn í hægra framhjólinu sé lífshættulegur. Þrýstingurinn reynist þó alltaf réttur, og það þrátt fyrir að hafa skipt tvisvar um skynjarann. Bíllinn rúllar alltaf fínt. Aðeins pláss fyrir eina skoðun Fyrir 20 árum voru ekki appelsínugular veðurviðvaranir. Það voru ekki fjólubláar mælingar um gosmengun, rauðar mælingar á farsóttum eða A stigs snjóflæðahætta. Lesandi fréttir umbúðalaust munu jafnvel okkar kærulausustu sálir hætta að fara út. Því mælaborð samfélagsins logar stöðugt. Fréttamenn læsa okkur við skjáinn fullum af ótta við stöðuga ógn. Facbook er síðan orðið að hugsanalöggu að hætti Orwell. Þar er aðeins pláss fyrir eina einstrengislega skoðun góða fólksins sem talar bara á innsoginu. En hvar endar þetta allt saman. Mögulega mun þurfa að færa allt skólastarf yfir á sumrin til að börnin komist í skólann sökum veðurs. Kannski munum við að endingu einangra alla yfir 70 ára aldur eins og John Travolta í myndinni „The boy in the plastic bubble“ frá 1976? Kannski verður Almar ríkur á því að selja hönnun sína og reynslu af kassanum? Frumskógur laga og reglugerða Á hinum ofurupplýstum tímum verða minnstu frávik samfélagsins að forsíðufrétt og við verðum auðvitað að bregðast við. Breyta lögum og litakóða ógnina. Aldrei í sögu mannkyns höfum við verið jafn örugg en um leið aldrei verið jafn kvíðin. Titill kvikmyndarinnar „Andið eðlilega“ eftir Ísöld Uggadóttur hefur myndað alveg nýja merkingu í nútímanum þar sem ég má bara hreint ekki anda eðlilega í kringum fólk. Ég má heldur ekki nýta borgaralegan rétt minn til að brosa til samborgara minna. Ég er allt í einu í hlutgerfi skurðlæknis með grímu í framan og sprittaðar hendur. Ég er ennþá að fara úr skónum áður en ég fer í flugvél. Allt af því að einhverjum nöttara tókst ekki að koma skósprengju í áætlanaflug árið 2001. Ég lét það pirra mig þá, en sé núna að það voru good times. Þá mátti fara í flugvél. Kannski fer ég aldrei í flugvél aftur. Kannski lækkar hámarkshraði bifreiða niður í 30 og okkur gert að vera með kjálkahjálm í 5 punkta belti undir stýri. Ég veit það ekki. Ég veit bara að fjöldi laga og reglugerða hafa margfaldast síðan ég fæddist. Ég reyndi framan af að fara eftir þeim öllum en gafst upp síðar. Ég geri bara eins og kínverjarnir sem hafa bannað Orwell og aðra eins öfga byltingarsinna. Ég geri bara mitt, og biðst svo einlægrar afsökunar ef ég misstíg mig á gaddavír laganna. Því í Kína borgar sig ekki að biðja um leyfi, tölvan segir alltaf nei. Að lifa þar til ég dey Eina leiðin til einhvers frelsis er að gera sitt og vera svo með auðmjúkar afsakanir á lager. Í myndinni Demolition Man blótaði Silvester Stallone þegar honum vantaði klósett pappír eftir að hafa vaknað í útópíu góða fólksins. Þar sem öllu og þar á meðal tungumálinu var stjórnað. Og kannski fæ ég móralska sekt á Facebook fyrir að skrifa þessa stafi. En ég hef ennþá málfrelsi, good times! Við getum reynt að ferkanta heiminn með reglum og lögum. En við lifum á kringlóttri pláhnetu og í heiminum er engin bein lína. Hún er aðeins til í stærðfræði undir jöfnunni y = mx + c. Heimurinn er lævís og ekki duga allir litir regnbogans til kóða óvissunna. Leyfum frávikum bara að vera frávik. Þegar utangarðsmenn sungu lagið Hiroshima sögðu þeir okkar að „Þið munið öll deyja, þið munið öll, þið munið öll deyja!“ Það var auðvitað rétt hjá þeim, en mættum við biðja um að fá að lifa þangað til? Höfundur er forstjóri.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar