Hættuspil íslensks ökuníðings vekur heimsathygli Snorri Másson skrifar 15. ágúst 2021 14:44 Mældur og brunar svo burt. Instagram Bandaríska myndbandsbloggið World Star Hip Hop birti nýlega myndband frá Íslandi, þar sem sjá má ungan bílstjóra leika hættulegan leik við lögregluna. Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum. Umferð Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Maðurinn deilir myndbandinu sjálfur á Instagram-síðu sinni. Þar má sjá hann blása í áfengismæli lögreglunnar, bíða niðurstöðunnar rólegur, en um leið og hún liggur fyrir - og hún virðist samkvæmt myndbandinu ætla að vera honum í óhag - stígur hann á bensíngjöfina. Því næst má sjá hann aka á ógnarhraða á brott frá lögreglunni, augljóslega ekki samkvæmt samkomulagi við hana: „Heyrðu, við sjáumst,“ segir hann við lögregluþjóninn. „Gaur, hann stakk lögguna af,“ segir þá myndatökumaðurinn. View this post on Instagram A post shared by WorldStar Hip Hop / WSHH (@worldstar) Myndbandið af honum hefur um nokkra hríð verið í dreifingu á meðal Íslendinga en hefur nú greinilega fært út kvíarnar á alþjóðavettvang. Athæfið vekur kátínu áhorfenda World Star Hip Hop og milljón manns hafa þegar horft á myndbandið á Instagram, þar sem bloggið birtir ferskustu hneykslin hverju sinni. Fylgjendurnir eru 32 milljónir á Instagram. Eftir nokkurra mínútna eftirför, þar sem hraðinn teygði sig upp í hátt í 180 kílómetra hraða á köflum, handsamaði lögregla manninn, eins og hann staðfestir í samtali við Vísi. Hér að neðan má sjá þá atburðarás eins og hún var sýnd á Instagram í beinni á dögunum.
Umferð Lögreglumál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira