Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið! Logi Einarsson skrifar 14. ágúst 2021 12:47 Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Landspítalinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Samfylkingin Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær. Tómas sagði meðal annars: „ við vorum upp við vegg í fyrstu bylgju og höfðum þá tækifæri til að bæta úr: Fjölga gjörgæslurýmum og bæta við starfsfólki, því það vantaði sárlega fleira starfsfólk“ Ég hvet fólk til að hlusta á þetta viðtal. Lýsingar læknisins á ástandinu eru ískyggilegar og hann óttast að starfsfólk gæti þurft að velja hverjir fái nauðsynlega þjónustu og hverjir ekki. Það er fullkomlega óboðlegt að slík staða komi upp hjá einni ríkustu þjóð heims. Tómas fór einnig hörðum orðum um aðgerðaleysi stjórnvalda, og var mikið niðri fyrir. Þegar starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni talar svona skýrt, verða stjórnvöld að hlusta! Í apríl 2020 lagði Samfylkingin til að ráðist yrði í það að bæta undirmönnun í mikilvægri almannaþjónustu, ekki síst heilbrigðisþjónustu. Fjármálaráðherra brást ókvæða við og sagði um það ákall „Þetta er einhver versta hugmynd sem ég heyrt, að nú sé ástæða til að fara að stórfjölga opinberum störfum.“ Nú erum við öll að upplifa afleiðingar þessa viðhorfs. Nú verður að hafa hraðar hendur ef ekki á illa að fara. Það verður strax að veita fjármagni til spítalans til þess að fjölga rýmum og leggja allt í sölurnar til að fjölga starfsfólki, t.d. með miklu hærri álagsgreiðslum og bæta starfsaðstæður. Strax í framhaldi af því verður að virða þjóðarákall um betra heilbrigðiskerfi; og ráðast í langtímaáætlun um betri og öruggari heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Heilbrigðisþjónustu sem er í stakk búin til að bregðast við óvæntum áföllum sem munu alltaf geta komið upp. Kosningarnar í haust þurfa ekki síst snúast um framtíð heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hvaða flokkar eru líklegastir til að tryggja öryggi almennings til lengri tíma. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun