Hefur aldrei séð aðra eins syrpu af drauma vörslum í einum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 16:30 Jonathan Klinsmann átti magnaðan leik um helgina. Michael Janosz/Getty Images Jonathan Klinsmann, markvörður Los Angeles Galaxy, átti rosalega frammistöðu í 1-0 sigri Galaxy gegn Minnesota United um liðna helgi. Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands undanfarin ár, hefur varla séð annað eins. Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti. Fótbolti MLS Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Á Twitter-síðu LA Galaxy má sjá allar vörslur hins 24 ára gamla Klinsmann í leiknum. Það er ljóst að ef ekki hefði verið fyrir hetjulega frammistöðu hans hefði Galaxy ekki fengið stig úr leiknum og hvað þá þrjú. Jonathan er sonur Jürgen, eins frægasta framherja sem Þýskaland hefur alið. Eftir að hafa slitið barnsskónum hjá Herthu Berlín ákvað markvörðurinn ungi að söðla um og halda til Los Angeles þar sem hann leikur nú með Galaxy. Ljóst er að þessi frammistaða ætti að vekja athygli út fyrir landsteinana en sama hvað leikmenn Minnesota United reyndu þá komu þeir boltanum ekki framhjá þýska markverðinum og Galaxy landaði mikilvægum sigri. Jonathan Klinsmann's performance to help us get the #MINvLA victory pic.twitter.com/zmmD7h1zaL— LA Galaxy (@LAGalaxy) August 15, 2021 Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals og íslenska landsliðsins, birti myndband Galaxy á Twitter-síðu sinni og lýsti yfir aðdáun sinni. „Þetta er held èg svakalegasta syrpa af draumavörslum sem ég hef séð í einum leik.“ Birkir Már Sævarsson, samherji Hannesar Þórs hjá Val og íslenska landsliðinu, var þó ekki jafn hrifinn. „Skylduvörslur myndu einhverjir segja,“ skrifaði hægri bakvörðurinn. LA Galaxy er sem stendur í 3. sæti Vesturdeildar með 35 stig. Íslendingar deildarinnar leika allir í Austurdeildinni. Arnór Ingvi Traustason með New England Revolution sem trónir á toppnum, Guðmundur Þórarinsson með New York City sem er í 2. sæti og Róbert Orri Þorkelsson með CF Montréal sem situr í 7. sæti.
Fótbolti MLS Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira