Jafna þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 20. ágúst 2021 07:01 Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Byggðamál Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Við þurfum að beina kastljósinu á hvernig sé best að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustu og tryggja að allir landsmenn hafi jafnt aðgengi hvarvetna á landinu og óháð efnahag. Það er gríðarlega mikilvægt að fyrsta og annars stigs heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg sem flestum í nálægð við heimabyggð. Íbúar í dreifðum byggðum þurfa að hafi góðan aðgang að heilbrigðisþjónustu sem borin er uppi af heilbrigðisstofnunum út um landið. Fólk vill búa við öryggi Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um byggðafestu og búferlaflutninga sem gerð var meðal íbúa í stærri bæjum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu kemur fram aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegi þungt þegar val á búsetu er metið, eðlilega. Við búum við gott heilbrigðiskerfi sem hefur sýnt það og sannað síðustu misseri að það getur brugðist hratt og örugglega við þegar mikið liggur við. En aðgengi að fæðingarhjálp og aðgengi að sérfræðingum er misjafnt eftir því hvar á landinu fólk býr. Því þarf að efla utanspítalaþjónustu og sjúkraflutninga á landsbyggðinni, þetta er baráttumál sérstaklega í hinum dreifðum byggðum, þar sem erfitt hefur verið að halda úti skurðstofum og fæðingarhjálp. Öflug bráðaþjónusta utan spítala er nauðsynlegur hlekkur í öflugu heilbrigðiskerfi. Nýtum okkur tæknina Í aðgerðaráætlun sem sett var í tengslum við heilbrigðisstefnu sem gildir til 2030 koma fram áherslur á að aðgengi að heilsugæslu og þjónustu sérfræðinga á landsbyggðinni verði bætt með fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónustu fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Mótun slíkrar þjónustu þarf að ígrunda vel, bæði þeirra sem njóta og veita. Tæknin er til staðar og ætti að geta nýst til að auka gæði og spara bæði tíma og fjármagn og til þess að hún virki þarf hún að styðja þá þjónustu sem fyrir er. Með fjarheilbrigðisþjónustu er hægt að nýta betur þann mannauð sem hver stofnun býr yfir. Þjónustan verður aðgengileg óháð búsetu og fagfólk hefur aðgang að meiri stuðningi í sínu heimahéraði. Fjarheilbrigðisþjónusta kemur þó aldrei í stað þjónustu í heimabyggð, hún getur brúað bilið í mörgum tilfellum og fækkað dýrum ferðum fólks milli landshluta í leit að þjónustu. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er mikilvægt, það ætti að vera leiðarljós fyrir þá sem óska eftir sæti á Alþingi. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál að við hjá Framsókn viljum gott heilbrigðiskerfi fyrir alla í landinu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Norðvesturkjördæmi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun