Rétturinn til að ráða búsetu og atvinnu sinni er bara orð á blaði Helga Thorberg skrifar 23. ágúst 2021 17:00 Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Rétturinn til að búa þar sem maður kýs og til að stunda þá atvinnu sem maður kýs er fólki svo mikilsverður að það hefur verið talið nauðsynlegt að tryggja hann sérstaklega í stjórnarskránni okkar, þar sem segir: „Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni“ og „öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa.“ Fyrir mjög margt fólk í sjávarbyggðum eru þessu mikilsverðu mannréttindi þó bara falleg orð á blaði. Þar búa margir við fullkomið óöryggi um atvinnu og þar með framfærslu sína og fjölskyldu sinnar. Ef fólk getur ekki framfleytt sér þar sem það kýs að búa getur það ekki búið þar. Svo einfalt er það. Fiskveiðistjórnunarkerfið er nefnilega þannig að það leyfir útgerðarmönnum sem ríkið úthlutar fiskveiðikvótanum til, að fara með skipin, sem kvótinn er bundinn við, burt úr byggðarlaginu hvenær sem þeir vilja eða að landa aflanum og láta verka hann hvar sem þeir vilja. Þeir geta líka selt kvótann þegar þeir vilja til útgerða sem gera út og landa afla sínum annars staðar eða bara nýtt ágóðann af sölu kvótans, sem er oft gríðarlega mikill, til að kaupa það sem hugur þeirra girnist og til að njóta lífsins og láta börn sín og aðra erfingja fá góðan skerf af þeim mikla ágóða og auði.En fólkið sem vann við að veiða fiskinn og verka hann situr eftir slyppt og snautt, í fullkomnu óöryggi um framfærslu sína og barna sinna og neyðist jafnvel til að flytjast burt úr byggðarlaginu til að finna atvinnu. Það getur jafnvel ekki selt húsnæði sitt eða neyðist til að selja það fyrir lítið því að fáir vilja kaupa fasteignir í byggð þar sem litla eða enga atvinnu er að hafa. Fólk þarf að þola mikla óvissu og óöryggi um afkomu sína og barna sinna og fullkomið valdleysi gagnvart þeim sem ráða kvótanum vegna þess að ríkið sem á að gæta hagsmuna þessa fólks og alls almennings í landinu úthlutar fiskveiðikvótanum án nokkurra skilyrða um að þeir sem hann fá þurfi að nýta hann með hagsmuni samfélagisns alls og alls fólksins sem þar býr í huga. Hvers vegna er þetta eiginlega svona þegar það stendur skýrum stöfum í lögum um stjórn fiskveiða að „nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar“ og að markmið laganna sé „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“?! Viljum við virkilega hafa þetta svona og þurfum við að hafa svona? Nei! Við eigum og verðum að afnema þetta óþolandi óréttlæti og ömurlega valdleysi fólks sem býr í sjávarbyggðum og vinnur hörðum höndum við að veiða og verka fisk og skapa með því mikil verðmæti fyrir land og þjóð og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum.Stefna Sósíalistaflokksins í þessu er skýr og vel framkvæmanleg. Flokkurinn vill „að fiskveiðistjórnunarkerfið verði stokkað upp svo að þau byggðarlög sem þurfa að treysta á gjöful fiskimið geti dafnað og byggðir landsins njóti góðs af auðlindum sínum“ og að fiskveiðikvóti verði „endurheimtur þar sem við á og byggðum sem áður blómstruðu en hafa orðið fyrir tjóni vegna kvótaframsals braskara verði bætt það upp“ og að „þannig skuli tengja fiskveiðistjórnunarkerfið byggðunum um landið.“ Ef við fáum stuðning ykkar lofum við að berjast af alefli fyrir því að þetta mikla óréttlæti verði afnumið og valdið yfir fiskveiðikvótanum verði tekið frá peningaöflunum og fært til ykkar þar sem þetta vald á að sjálfsögðu að vera og hvergi annars staðar. Höfundur er oddviti Sósíalista í Norvesturkjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun