Prófa mótefnalyf sem gæti fækkað spítalainnlögnum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 18:50 Már Kristjánsson segir að mótefnalyf hjálpi okkur að lifa með veirunni. vísir/arnar Mótefnalyf sem Landspítalinn notar við meðferð á Covid-19 hefur gefið góða raun hingað til. Lyfið er gefið fólki í sérstökum áhættuhópi og hefur það allt sloppið við spítalainnlögn. Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Lyfið var fyrst prófað í meðferð sjúklings sem gat ekki myndað mótefni sjálfur. Fyrir vikið vildi líkaminn ekki losa sig við kórónuveiruna en eftir lyfjagjöfina fór viðkomandi að batna. Upp á síðkastið hefur spítalinn þó farið að nota mótefnalyfið öðruvísi. Nú er því ætlað að koma í veg fyrir spítalainnlagnir hjá þeim sem eiga í mestri hættu á að enda á spítala og er því gefið mjög snemma eftir að þeir fá einkenni. Enginn sem fékk lyfið endað á spítala Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala og formaður farsóttanefndar, segir að spítalinn meti hvort nýsmitað fólk sé í áhættuhópi fyrir spítalainnlögn. Mótefni þeirra er einnig mælt og ef þeir mynda lítið mótefni getur spítalinn gripið til lyfsins. „Það er ekki svo langt síðan við fórum að nota þetta í þessum tilgangi þannig við erum svoldið að bíða eftir að sjá árangurinn. En af þeim sem hafa fengið þetta þá hefur enginn þurft að leggjast inn á spítalann enn þá,“ segir Már í samtali við Vísi. Hann segir að Landspítalinn eigi nóg af mótefnalyfjum í bili og hafi þegar fengið heimild fyrir frekari innkaupum. Rannsóknir sýni að einstofna mótefnin sem spítalinn notar virki sérstaklega vel gegn bæði Beta og Delta afbrigði veirunnar. Lyfið er eins að gerð og mótefnalyfið Ronapreve sem var veitt leyfi á Bretlandi fyrir helgi og Vísir fjallaði um: Alls ekki hægt að gefa öllum lyfið „Nú má ekki misskilja þetta þannig að það séu allir sem ættu að fá þetta. Það er ekki rétt notkun þessa úrræðis sem er nokkuð kostnaðarsamt… En það er skynsamlegra að finna þá sem eiga mestar líkur á því að fá bata með notkun þessara efna,“ segir Már. Þannig væri til dæmis gagnslaust að gefa lyfið ungum hraustum einstaklingi, sem myndar gott mótefni sjálfur. Már sér fyrir sér að mótefnalyf verði mikilvæg í framtíðarbaráttu við veiruna og hjálpi okkur að lifa með henni: „Nú eru spár að gera ráð fyrir því að við verðum í svipuðu ástandi og við erum í núna í dálítinn tíma og þess vegna er þetta eitt af þeim úrræðum sem er gott að geta gripið til ef að við lendum á einstaklingum sem eru líklegri til þess að fá svona mikil veikindi. Þannig mun þetta þjóna okkur öllum,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira