Gleymdu ekki þínum minnsta bróður Sævar Gíslason skrifar 25. ágúst 2021 09:01 „Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Afganistan Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Gleymdu ekki þínum minnsta bróður, þó höf og álfur skilji að” er sungið í laginu Hjálpum þeim sem ómar í huga mínum þegar mér er hugsað til ástandsins nú í Afganistan. Við hér sem búum í velmegunarsamfélagi úti á miðju Atlantshafi erum nokkuð heppin að búa við þau lífsins gæði eins og við á vesturlöndunum búum við. Ekki er þó allt fullkomið í okkar ástkæra landi, við virðumst í hringiðu nútíma samfélags gleyma okkar næsta fólki sem á um sárt að binda í þjóðfélaginu en öll viljum við gera betur í þeim efnum og ég trúi því að hægt er að breyta því með samstilltu fólki með ólíkan bakgrunn sem eins og ég viljum gera eins vel og við getum. Neyðin er hinsvegar margskonar í nútíma samfélagi, með meiri nútíma hnattvæðingu, færumst við nær hvert öðru, með meiri tækni koma fleiri upplýsingar og því færast lönd sem virtust í órafjarlægð frá okkur enn nær en áður. Því tel ég það vera okkar siðferðisleg skylda að taka á móti fólki sem óttast það að verða pyntað, fangelsað eða tekið af lífi fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en samtök eins og Talibanar hafa. Það að við getum rétt hjálparhönd til þeirra sem óttast um líf sitt þykir mér ómetanlegt og trúi ég því að kjör okkar á Íslandi versna ekki við það að sýna manngæsku í þessum málum. Hinsvegar er ekki nóg að ferja fólk á milli landa, það þarf að hugsa málið til enda og við þurfum að gera hlutina vel, því hús getur litið vel út að utan en ef undirstöður eru ekki góðar mun húsið falla með tímanum. Minnist ég þá þess að liðin eru rétt rúmlega 40 ár frá því að um 35 víetnamskir flóttamenn komu hingað til lands til að hefja nýtt líf. Þetta voru fjölskyldur sem íslenska ríkisstjórnin samþykkti árið 1979 að taka á móti í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Á þessum tíma voru miklar umræður um málið og meðal annars hversu stór hópurinn var miðað við fólksfjölda hér á landi. Hópurinn var þó aðeins örlítið brot af þeim mörg hundruð þúsundum flóttamönnum sem flúið hefðu ástandið í Víetnam árin á undan. Fólkið sem hingað kom fékk íbúðir, vinnu og vist í skólum og lærði íslensku, þar að segja það var tekið á móti þeim með allt tilbúið til aðlögunar. Það flóttafólk sem komu hingað hafa dafnað vel hér á landi, orðið máttarstólpar í atvinnulífinu og eru orðnir sannir Íslendingar. Gerum í okkar valdi það sem við getum, tökum við þeim fjölda sem við teljum að við getum sinnt því sé ég ekkert til fyrirstöðu að við getum ekki gert slíkt hið sama og við gerðum fyrir rúmlega 40 árum aftur. Höfundur er formaður Miðflokksfélags Hafnarfjarðar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar