Lögregla leitar ljósum logum að karókíþyrstu Covid-sjúklingunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. ágúst 2021 10:28 Gauknum var lokað í gær, til að varna því að þangað kæmu Covid-sjúklingar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu. Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn. Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Þetta staðfestir Björn Steinn Sveinsson, aðalsvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Eins og greint var frá í gær var Gauknum lokað eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að Covid-smitaðir einstaklingar hygðust mæta á karókíkvöld. „Tilkynningin er þannig að það er verið að tilkynna um partí í gærkvöldi, og að Covid-smitaðir séu að fara. Svona var þetta matreitt ofan í okkur,“ segir Björn Steinn. Stefnan hafi verið sett á Gaukinn, samkvæmt tilkynningunni. „En það var náttúrulega lokað og þá gefur auga leið að það kom enginn á Gaukinn. En það eru engin nöfn eða nokkur skapaður hlutur í þessu. Við vitum svo sem ekkert meira.“ Hafa lítið í höndunum Lögreglan vinni nú að því að komast til botns í málinu og finna út um hvaða hóp var að ræða. Tilkynningin til lögreglunnar sé þó eina gagnið sem lögregla geti stuðst við í augnablikinu. „Allavega held ég að það sé nú betra fyrir okkur að vita af því hvaða hópar þetta eru, svo þeir fari ekki inn á aðra staði,“ segir Björn Steinn. Hann segist ánægður með viðbrögð stjórnenda Gauksins, að loka einfaldlega staðnum til þess að koma í veg fyrir að Covid-smitaðir einstaklingar kæmu þar inn, með tilheyrandi hættu á útbreiðslu veirunnar. „Líka af því það veit enginn hverjir viðkomandi eru, þannig það er ómögulegt að segja hvernig þetta hefði getað farið. Eins og ég segi, við ætlum að reyna að athuga hvort við getum fundið eitthvað meira út úr þessu, en það hefur ekkert skilað sér enn þá.“ Ekkert brot og engir brotamenn Aðspurður út í möguleg viðurlög segir Björn Steinn erfitt að svara því á þessari stundu, enda liggi hvorki fyrir brot á reglum né hverjir meintir brotamenn þá eru. „Þau gerðu ekki neitt og fóru hvergi inn. Ég veit ekki hvort það yrðu einhver viðurlög fyrr en þau brjóta af sér. En þau eiga klárlega að vera í sóttkví og einangrun ef þetta er smitað, en fyrst þurfum við að hafa uppi á einhverjum úr þessum hópum,“ segir Björn Steinn.
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira