Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Í þessari viku hefst kennsla á ný í flestum grunnskólum landsins og mörg börn ganga í skólann. Vísir/Vilhelm Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann. „Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira
„Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Sjá meira