Beygja, brekka, blindhæð, brú... Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:00 Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Umferðaröryggi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Á hverju hausti þegar skólarnir hefjast klóra ýmsir sér í kollinum yfir því hvaðan allt þetta fólk komi sem skyndilega virðist fylla götur bæjanna. Umferðin þyngist en innan fárra vikna finnur hún sér farveg og ökumenn breyta ferðaháttum sínum til að reyna að sneiða hjá mestu teppunum. Spá um íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu sýnir að næstu áratugi á fólki eftir að fjölga mjög með tilheyrandi álagi á gatnakerfið. Umferðin tekur þó breytingum ár frá ári. Hjól, jafnt rafknúin sem fótstigin, verða sífellt algengari allan ársins hring og rafmagnshlaupahjól eru nú við hvert fótmál. Þetta eru jákvæðar breytingar á samgöngumenningu okkar, fyrir lýðheilsu, loftslag og umhverfi, auk þess sem þeim fylgir mikill þjóðhagslegur sparnaður. Upp eru að vaxa nýjar kynslóðir sem líta ekki á bifreið sem jafn sjálfsagðan hlut sinnar daglegu tilveru og okkur er tamt sem eldri erum. Íslenska leiðin var sú að taka bílpróf sem allra næst sautján ára afmælisdeginum og þótti hálfskringilegt ef fullorðið fólk sinnti ekki um að næla sér í ökuréttindi. Þeir tímar eru óðum að breytast. Borgarlína, sem Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lengi lagt áherslu á, jafnt í landsmálum sem á sveitarstjórnarstigi, mun með þéttu og öflugu leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu ýta enn frekar undir og styðja við breytta umferðarmenningu. Þessi ánægjulega þróun felur þó í sér nýjar og mögulega óvæntar áskoranir. Umferðarmenningin er orðin flóknari en svo að nauðsynleg kunnátta snúist um að kunna að fara um gangandi eða keyrandi. Öllum sem ferðast um í samfélaginu er mikilvægt að kunna góð skil á umferðarreglum og lögum. Samfélagið hefur til þessa treyst því að flest ungmenni læri í gegnum ökunám sitt að fara um á farartæki. Breytt samgöngumenning og nýtt gildismat unga fólksins kallar líklega á að við hugsum það upp á nýtt. Ein leið væri að færa hluta umferðarkennslunnar inn í skólakerfið í enn meiri mæli en nú þegar er gert. Slík fræðsla yrði jafnframt að vera á forsendum fleiri samgöngutækja en einkabílsins til að laga okkur að breyttum veruleika. Tökum fjölbreyttum ferðamátum fagnandi en styðjum um leið við fræðslu og þekkingu fólks til að ferðast öruggt. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar