Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31 Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun