Arður af orku til þjóðar Hörður Arnarson skrifar 26. ágúst 2021 10:30 Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Orkufyrirtæki þjóðarinnar er óðum að leggja erfiðleika heimsfaraldursins að baki. Afkoma Landsvirkjunar fyrstu 6 mánuði ársins ber þess glöggt vitni. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði hækkaði um tæp 36% frá sama tíma í fyrra og skuldir lækkuðu jafnframt um 10,4 milljarða króna. Matsfyrirtækið S&P staðfesti þennan viðsnúning með því að hækka lánshæfiseinkunn okkar um einn flokk í júní. Góð afkoma Landsvirkjunar skiptir þjóðina alla miklu máli. Vinnsla orku úr endurnýjanlegum auðlindum okkar á að skapa hagnað, sem þjóðin getur nýtt til ýmissa þarfra verka. Lækkun skulda þrátt fyrir fjárfestingar Við höfum unnið að því hörðum höndum að bæta arðsemi fyrirtækisins. Einn liður í því var að lækka skuldir þess verulega. Fyrirtækið var skuldsett eftir mikla og hraða uppbyggingu til að mæta þörf fyrir raforku. Þjóðin tók því uppbyggingarskeiði af þolinmæði, sem og þeim árum sem við nýttum hagnað af rekstri til að lækka skuldir. Á síðustu tíu árum hafa skuldirnar alls lækkað um 155 milljarða króna, þrátt fyrir að við höfum á sama tíma fjárfest í orkuinnviðum fyrir sambærilega upphæð. Nú er hins vegar svo komið að þjóðin nýtur arðs af þessari auðlind sinni með beinum hætti: Með 10 milljarða króna arðgreiðslu í ríkissjóð árið 2020 og 6,5 milljörðum í ár, þrátt fyrir þrengingar heimsfaraldurs. Fyrirsjáanlegt er að arðgreiðslurnar munu hækka enn frekar á næstu árum. Sanngjarnt verð fyrir auðlindina Einn mikilvægasti liðurinn í rekstrinum er auðvitað verðlagning raforkunnar. Þar stöndum við vel að vígi, í samkeppninni við aðrar þjóðir. Við erum með samkeppnishæft orkuverð í landi þar sem hæft starfsfólk og góðir innviðir laða til sín rekstur, sem annars myndi leita hófanna annars staðar. Þannig fáum við ný tækifæri og nýsköpun inn í íslenskt efnahagslíf. Beinn hagur þjóðar Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt: Við hámörkum afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er treyst fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Fyrirtækið er loks í stakk búið til að greiða þjóðinni það sem henni ber. Í lagafrumvarpi um svokallaðan Þjóðarsjóð er tekið fram að hann skuli vera varasjóður ef Ísland verði fyrir verulegum fjárhagslegum skakkaföllum. Stærsti hluti framlags í sjóðinn á að koma í gegnum arðgreiðslur Landsvirkjunar. Í frumvarpinu eru ákvæði til bráðabirgða um að fjármagni skuli ráðstafað í byrjun til uppbyggingar hjúkrunarrýma og eflingar nýsköpunar atvinnuveganna. Ef stofnun sjóðsins gengur eftir verður hagur þjóðarinnar af orkuauðlindinni áþreifanlegur. En jafnvel þótt arðurinn renni ekki í sérstakan Þjóðarsjóð er ljóst að hann mun nýtast t.d. mennta- og heilbrigðiskerfi okkar, eins og vera ber. Tökum vel á móti framtíðinni Landsvirkjun hefur gegnt mikilvægu hlutverki í rúma hálfa öld og mun gegna áfram. Á næstu árum og áratugum verður verkefni orkufyrirtækis þjóðarinnar að vera leiðandi í orkuskiptum, t.d. með framleiðslu rafeldsneytis. Við ætlum að nýta grænu orkuna okkar til að losa okkur við bensín og olíur, leggja grunn að matvælaframleiðslu framtíðar og ýmiss konar grænum iðnaði sem styður við markmið okkar í loftslagsmálum. Landsvirkjun verður kolefnishlutlaust fyrirtæki árið 2025 og mun áfram leggja sitt af mörkum til að markmið Orkustefnu stjórnvalda verði náð. Við ætlum að taka vel á móti framtíðinni, okkur öllum til hagsbóta. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar