Þrjú rauð spjöld á loft þegar KR endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 21:22 KR-ingar unnu öruggan sigur í fjörugum leik gegn Aftureldingu í toppslag Lengjudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Heil umferð var á dagskrá í Lengjudeild kvenna í kvöld. KR-ingar unnu Aftureldingu 3-0 í toppslag deildarinnar þar sem að þrjú rauð spjöld fóru á loft, Grótta vann 2-1 sigur á Aftureldingu, Haukar unnu Augnablik 3-2, Víkingur vann 4-1 sigur gegn ÍA og Grindvíkingar gerðu 4-4 jafntefli gegn FH. Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur. Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Unnur Elva Traustadóttir kom KR-ingum yfir eftir hálftíma leik og Aideen Hogan Keane tvöfaldaði forystuna snemma í seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fengu KR-ingar vítaspyrnu. Eva Ýr Helgadóttir varði spyrnuna, en dómari leiksins lét endurtaka spyrnuna þar sem að hann hafði ekki flautað vítið á. Laufey Björnsdóttir tók þá seinni spyrnuna og skoraði af öryggi og tryggði KR 3-0 sigur. Nokkrum mínútum fyrir leikslok varð mikið fjaðrafok þegar að Aideen Hogan Keane fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt. Gísli Þór Einarsson, aðstoðarþjálfari KR, var eitthvað ósáttur við dóminn og lét í sér heyra. Fyrir það fékk hann að líta beint rautt spjald. Anna Bára Másdóttir, liðsstjóri Aftureldingar, var einnig eitthvað ósátt og hún fékk líka að fara snemma í bað fyrir kjaftbrúk. Það breytti því ekki að KR sigraði 3-0 og endurheimti toppsæti Lengjudeildarinnar. FH-ingar misstigu sig í toppbaráttunni þegar að þær heimsóttu Grindvíkinga. Christabel Oduro kom Grinvíkingum yfir snemma leiks áður en Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði í sitthvort markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 2-1 Grindavík í vil þegar gengið var til búningsherbergja. Arna Sigurðardóttir jafnaði metin fyrir FH snemma í seinni hálfleik áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir kom gestunum í 3-2. Mörk frá Unni Stefánsdóttur og Christabel Oduro sveifluðu forystunni aftur til heimakvenna, en Sandra Nabweteme tryggði FH-ingum 4-4 jafntefli þegar stutt var til leiksloka. Í leik HK og Gróttu voru öll þrjú mörk leiksins skoruð í seinni hálfleik. María Lovísa Jónasdóttir koma Gróttu í 1-0 áður en Danielle Marcano jafnaði metin tíu mínútum fyrir leikslok. Það stefndi allt í jafntefli í Kópavoginum, en Tinna Jónsdóttir sá til þess að Grótta tók stigin þrjú með sér á Seltjarnarnesið með marki á 89. mínútu. Dana Joy Scheriff kom ÍA í 1-0 forystu gegn Víking R. á 22. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til hálfleiks. Dagný Rún Pétursdóttir og Hulda Ösp Ágústsdóttir komu Víkingum í 2-1 með sitthvoru markinu, og tvö mörk frá Nadíu Atladóttir tryggðu Víkingum 4-1 sigur.
Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna KR Afturelding Haukar Grótta Grindavík FH Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira