„Orðið fínt en brenn enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi í fjöldamörg ár. lögreglan Líney Rut Halldórsdóttir skilur sátt við ÍSÍ en hún lætur af starfi framkvæmdastjóra sambandsins 1. október. Hún segir að ákvörðunin að hætta hafi ekki verið tekin í flýti. „Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“ Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
„Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“
Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti